Skilja ekkert í orðum Katrínar um Hvalárvirkjun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. september 2021 07:00 Ásbjörn Blöndal er formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. aðsend/egill Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika og segir framkvæmdina eins og hún líti út í dag umtalsvert stærri en þá sem var á teikniborðinu þegar hún var færð í nýtingarflokk rammaáætlunar. Talsmenn VesturVerks skilja ekkert í orðum forsætisráðherrans. „Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ sagði Katrín í hlaðvarpsþætti Mannlífs í síðustu viku. Rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013 í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Vinstri græn héldu utan um umhverfisráðuneytið. Gunnar Gaukur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri VesturVerks, orkufyrirtækis á Ísafirði í eigu HS Orku sem heldur utan um Hvalárvirkjunarverkefnið, gagnrýndi þessi orð Katrínar í samtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í gær og kallaði þau kosningaáróður og bull. Engar grundvallarbreytingar hefðu orðið á áætlunum um virkjunina frá því sem var í rammaáætlun 2. Undarlegt að forsætisráðherra láti slík orð falla Og það tekur Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. Hann áttar sig ekki á því hvaða stækkun forsætisráðherrann vísi til. Vissulega hafi verið gert ráð fyrir að Hvalárvirkjun yrði 37 megavatta virkjun í rammaáætlun 2 en nú sé gert ráð fyrir að hún verði 55 megavatta virkjun. Það sé þó breyting sem hafi engin áhrif á framkvæmdirnar eða umhverfisáhrif virkjunarinnar heldur hafi einfaldlega komið í ljós að hægt væri að vinna meiri orku úr vatni á svæðinu með sömu stíflu og sömu skurðum. „Mér finnst afar sérkennilegt að forsætisráðherra segi svona vegna þess að Alþingi lagði blessun sína á þessar framkvæmdir,“ segir Ásbjörn Blöndal í samtali við fréttastofu. Honum þykir þetta ekki síst undarlegt í ljósi þess að Vinstri græn hafi ríkt yfir umhverfisráðuneytinu þegar rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013. Rammaáætlun 3, þar sem Hvalárvirkjun var orðin 55 megavatta virkjun, var síðan lögð fram í þriðja sinn í fyrra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan, í nóvember 2020. Neikvæðari umhverfisáhrif hafi komið í ljós Fréttastofa spurði Katrínu nánar út í þetta eftir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ég samþykkti að þessi virkjun, eins og henni var lýst þá, færi í nýtingarflokk af því ég studdi áætlunina sem heild. Það þýðir ekki að maður geti ekki haft skoðanir á einstökum virkjanakostum og hvað þeir þýða fyrir umhverfi og landslag á þeim stað,“ sagði Katrín. „Fyrir utan að virkjunin sem síðan var lögð til var umtalsvert stærri en fjallað var um í nýtingarflokki rammaáætlunar.“ Þegar hún var spurð út í orð talsmanna VesturVerks um að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað á framkvæmdinni sjálfri sagði Katrín: „Það var bent á það í umhverfismati framkvæmda, sem lagt er fram eftir að Alþingi samþykkir, að það væru töluvert neikvæðari umhverfisáhrif af þessari virkjun sem auðvitað gerði það að verkum að hún varð umdeild á sínum tíma. En ferlið er þannig að Alþingi samþykkir að skipa virkjunum í biðflokk, nýtingarflokk eða verndarflokk. Umhverfismatið liggur síðar fyrir og þá auðvitað skýrist betur hvernig svona framkvæmdir líta út í raun og veru.“ Óskert víðerni hafi fengið meira vægi í umræðunni Ásbjörn Blöndal furðar sig einnig á þessu: „Það hefur ekkert breyst. Ekkert við nýtingu á vatnasvæðinu eða neitt þess háttar. Þannig að umhverfislega séð og það sem þú tekur upp af landslagi, það er gjörsamlega óbreytt.“ Hann segir umhverfismat auðvitað kafa dýpra ofan í málin en hafi verið lýst í rammaáætlun sjálfri. Þó geti hann ekki fallist á að það umhverfismat hafi sýnt mikið neikvæðari áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið en hafi verið búist við. „Nei, en auðvitað hefur það gerst með tíð og tíma að óbyggðir hafa orðið meira ráðandi í umræðunni, óskert víðerni og svo framvegis. Að því leytinu til… rammaáætlun var kannski ekki mikið að fjalla um það atriði sérstaklega og það er kannski helst það sem mér dettur í hug,“ segir Ásbjörn. Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Árneshreppur Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
„Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ sagði Katrín í hlaðvarpsþætti Mannlífs í síðustu viku. Rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013 í ríkisstjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur þegar Vinstri græn héldu utan um umhverfisráðuneytið. Gunnar Gaukur Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri VesturVerks, orkufyrirtækis á Ísafirði í eigu HS Orku sem heldur utan um Hvalárvirkjunarverkefnið, gagnrýndi þessi orð Katrínar í samtali við vestfirska miðilinn Bæjarins besta í gær og kallaði þau kosningaáróður og bull. Engar grundvallarbreytingar hefðu orðið á áætlunum um virkjunina frá því sem var í rammaáætlun 2. Undarlegt að forsætisráðherra láti slík orð falla Og það tekur Ásbjörn Blöndal, formaður stjórnar VesturVerks og framkvæmdastjóri þróunarsviðs HS Orku. Hann áttar sig ekki á því hvaða stækkun forsætisráðherrann vísi til. Vissulega hafi verið gert ráð fyrir að Hvalárvirkjun yrði 37 megavatta virkjun í rammaáætlun 2 en nú sé gert ráð fyrir að hún verði 55 megavatta virkjun. Það sé þó breyting sem hafi engin áhrif á framkvæmdirnar eða umhverfisáhrif virkjunarinnar heldur hafi einfaldlega komið í ljós að hægt væri að vinna meiri orku úr vatni á svæðinu með sömu stíflu og sömu skurðum. „Mér finnst afar sérkennilegt að forsætisráðherra segi svona vegna þess að Alþingi lagði blessun sína á þessar framkvæmdir,“ segir Ásbjörn Blöndal í samtali við fréttastofu. Honum þykir þetta ekki síst undarlegt í ljósi þess að Vinstri græn hafi ríkt yfir umhverfisráðuneytinu þegar rammaáætlun 2 var samþykkt árið 2013. Rammaáætlun 3, þar sem Hvalárvirkjun var orðin 55 megavatta virkjun, var síðan lögð fram í þriðja sinn í fyrra af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra Vinstri grænna fyrir tæpu ári síðan, í nóvember 2020. Neikvæðari umhverfisáhrif hafi komið í ljós Fréttastofa spurði Katrínu nánar út í þetta eftir ríkisstjórnarfund í morgun: „Ég samþykkti að þessi virkjun, eins og henni var lýst þá, færi í nýtingarflokk af því ég studdi áætlunina sem heild. Það þýðir ekki að maður geti ekki haft skoðanir á einstökum virkjanakostum og hvað þeir þýða fyrir umhverfi og landslag á þeim stað,“ sagði Katrín. „Fyrir utan að virkjunin sem síðan var lögð til var umtalsvert stærri en fjallað var um í nýtingarflokki rammaáætlunar.“ Þegar hún var spurð út í orð talsmanna VesturVerks um að engar grundvallarbreytingar hefðu átt sér stað á framkvæmdinni sjálfri sagði Katrín: „Það var bent á það í umhverfismati framkvæmda, sem lagt er fram eftir að Alþingi samþykkir, að það væru töluvert neikvæðari umhverfisáhrif af þessari virkjun sem auðvitað gerði það að verkum að hún varð umdeild á sínum tíma. En ferlið er þannig að Alþingi samþykkir að skipa virkjunum í biðflokk, nýtingarflokk eða verndarflokk. Umhverfismatið liggur síðar fyrir og þá auðvitað skýrist betur hvernig svona framkvæmdir líta út í raun og veru.“ Óskert víðerni hafi fengið meira vægi í umræðunni Ásbjörn Blöndal furðar sig einnig á þessu: „Það hefur ekkert breyst. Ekkert við nýtingu á vatnasvæðinu eða neitt þess háttar. Þannig að umhverfislega séð og það sem þú tekur upp af landslagi, það er gjörsamlega óbreytt.“ Hann segir umhverfismat auðvitað kafa dýpra ofan í málin en hafi verið lýst í rammaáætlun sjálfri. Þó geti hann ekki fallist á að það umhverfismat hafi sýnt mikið neikvæðari áhrif framkvæmdarinnar á umhverfið en hafi verið búist við. „Nei, en auðvitað hefur það gerst með tíð og tíma að óbyggðir hafa orðið meira ráðandi í umræðunni, óskert víðerni og svo framvegis. Að því leytinu til… rammaáætlun var kannski ekki mikið að fjalla um það atriði sérstaklega og það er kannski helst það sem mér dettur í hug,“ segir Ásbjörn.
Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Árneshreppur Tengdar fréttir Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06 Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Samþykkja ekki þjóðgarð við Dynjanda nema búið sé að tryggja veg og raforku Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur einróma ákveðið að fresta um óákveðinn tíma að afgreiða tillögu um að landsvæði í kringum fossinn Dynjanda verði friðlýst sem þjóðgarður. Bæjarfulltrúar vilja fyrst fá vegagerð og raforkuöryggi á Vestfjörðum. 8. júní 2020 23:06
Skálaði í kampavín og fagnaði því að Hvalárvirkjun var slegið á frest Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og náttúruverndarsinni, skálaði í kampavíni í gærkvöldi og fagnaði þeim fregnum sem bárust síðdegis í gær um að Hvalárvirkjun á Ströndum hefði verið slegið á frest um óákveðinn tíma. 8. maí 2020 09:05