Svívirðileg spilling og arðrán Árni Múli Jónasson skrifar 7. september 2021 10:01 Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ein svívirðilegasta tegund spillingar og arðráns í heiminum snýst um milljónir og milljarða og aftur milljarða sem fyrirtæki í ríkum löndum og alþjóðleg fyrirtæki greiða spilltum stjórnmála- og embættismönnum fyrir aðgang að auðlindum af ýmsu tagi. Aðgangur að olíu, málmum og gimsteinum er líklega sá hluti spillingarhagkerfisins þar sem fjárhæðirnar eru hæstar. Spillt fyrirtæki múta til að fá leyfi til að nýta auðlindir þjóða en borga lítið fyrir það og enn minna í skatta. Fyrirtæki múta til að fá aðgang að skógum lands og höggva þá niður þar til eftir stendur eyðimörk. Fyrirtæki múta valdhöfum til að fá að nýta fiskimið, jafnvel langt umfram afkastagetu fiskistofna og borga ríkissjóði lítið. Fyrirtæki og einstaklingar borga meira en eitt þúsund milljarða bandaríkjadala í mútur á hverju ári, að mati Alþjóðabankans. En skaðinn sem spillingin veldur er miklu meiri. Áætlað er að á bilinu tuttugu til fjörutíu milljarðar bandaríkjadala af þróunaraðstoð hverfi í hít spillingarinnar á hverju ári. Spilling bitnar ávallt mest á þeim sem minnst fá og lítið eiga og eru valdlausastir. Það er því ekki að ástæðulausu að í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, framkvæmdaáætlunar í þágu mannkynsins, jarðarinnar, hagsældar, réttlætis og útrýmingar fátæktar, er lögð sérstök áhersla á að „dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.“ Spillingin virðir engin landamæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjölþjóðlegir samningar um skyldur ríkja til að vinna gegn spillingu og hafa virkt eftirlit með því að fólk og fyrirtæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum löndum. Ísland hefur undirgengist þannig samninga og skyldur meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og með aðild að samningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Það er mikið áhyggjuefni að OECD og Evrópuráðið skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagnrýna íslensk stjórnvöld harðlega fyrir áhuga- og framtaksleysi við að gera nauðsynlegar ráðstafnir til að vinna gegn spillingu. Sósíalistarflokkurinn leggur mjög mikla áherslu á að Íslendingar geri allt sem í þeirrra valdi stendur til að vinna gegn spillingu og uppræta hana hér á landi og hvarvetna í heiminum. Flokkurinn hefur sett sér sérstaka stefnu í þeim mikilvæga málaflokki, „Ráðumst að rótum spillingar“. Í stefnu flokksins segir m.a. að hann ætli að „stuðla að því að sett verði ströng alþjóðleg viðurlög við því að einstaklingar eða fyrirtæki misnoti auðlindir annarra þjóða“. Þar segir einnig: „Íslensk stjórnvöld í samvinnu við önnur ríki þurfa að taka umhverfis- og loftslagsmálin mun fastari tökum á alþjóðavettvangi, en einnig misnotkun kapítalismans á fátækari samfélögum og fólki. Það er óboðlegt að stórfyrirtæki, einnig íslensk, arðræni aðrar þjóðir af auðlindum sínum, sigli undir hentifánum og skilji eftir sig sviðna jörð. Til þess að sporna við slíku alþjóðlegu ofbeldi er þörf á því að víkka út svið Alþjóðaglæpadómstólsins eða stofna nýjan dómstól sem tekur á mútum, auðlindaráni og umhverfisglæpum.“ Ef þér finnst mikilvægt að Ísland taki mjög alvarlega skuldbindingar sínar til að verja bláfátækt fólk í bláfátækum löndum gegn svívirðilegri spillingu og arðráni getur þú með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt að mörkum til að svo verði: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun