Allianz til rannsóknar í Þýskalandi og Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 09:20 Umfang rannsóknarinnar í Þýskalandi er sögð hafa aukist að undanförnu. EPA/MARC MUELLER Yfirvöld í Þýskalandi hafa Allianz, eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins til rannsóknar. Rannsóknin snýr að fjárfestingarsjóðum fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem margar lögsóknir þar í landi snúa að þessa dagana. Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér. Þýskaland Bandaríkin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér.
Þýskaland Bandaríkin Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira