Allianz til rannsóknar í Þýskalandi og Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2021 09:20 Umfang rannsóknarinnar í Þýskalandi er sögð hafa aukist að undanförnu. EPA/MARC MUELLER Yfirvöld í Þýskalandi hafa Allianz, eitt stærsta fjármálafyrirtæki landsins til rannsóknar. Rannsóknin snýr að fjárfestingarsjóðum fyrirtækisins í Bandaríkjunum sem margar lögsóknir þar í landi snúa að þessa dagana. Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér. Þýskaland Bandaríkin Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mikið fé tapaðist úr sjóðunum í fyrra. Sjóðirnir eru einnig til rannsóknar í Bandaríkjunum og forsvarsmenn fyrirtækisins vöruðu nýverið við því að sú rannsókn gæti haft verulega áhrif á hagnað Allianz. Margir fjárfestar hafa höfðað mál gegn Allianz og segja fyrirtækið hafa tapað um sex milljörðum dala af þeirra peningum, samkvæmt frétt Bloomberg. Það sem verið er að skoða í Þýskalandi er hvað yfirmenn fyrirtækisins vissu um sjóðina í Flórída. Reuters segir að umfang fjármálaeftirlitsins í Þýskalandi (BaFin) hafi aukist að undanförnu. Um er að ræða nokkra sjóði sem áttu að vera tiltölulega öruggir og veita fjárfestum vernd gegn hruni á mörkuðum. Þegar markaðir lækkuðu vegna faraldurs kórónuveirunnar urðu fjárfestingarsjóðirnir fyrir miklu tapi. Einn sjóður skrapp saman um áttatíu prósent. Tveimur sjóðanna var lokað í mars í fyrra og Allianz vinnur að því að loka þeim sem eftir eru. Sjóðirnir tveir sem búið er að loka voru 2,3 milljarða dala virði í lok árs 2019. Alls er er búið að höfða 25 dómsmál gegn Allianz vegna sjóðanna. Lögmenn fyrirtækisins hafa sagt að fjárfestarnir hafi verið meðvitaðir um hættuna sem fjárfestingar fela í sér.
Þýskaland Bandaríkin Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira