Ekki komu fram frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglunnar í kvöld. Í henni sagði einnig frá því að maður sem tilkynnt var um að hefði skemmt bifreiðar í Breiðholti hefði brugðist illa við afskiptum lögreglumanna.
Hann hafi hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi þegar þeir handtóku hann. Sá maður var einnig vistaður í fangaklefa.