Fjölmiðlamógúll mildar loftslagsafneitun Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2021 23:41 Loftslagsaðgerðasinni með grímu sem á að líkjast Rupert Murdoch mótmælir fyrir utan skrifstofur útgáfufélagsins The Herald and Weekly Times, eins fyrirtækja News Corp, í Melbourne í mars. Vísir/EPA Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál. Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra. Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Stjórnendur News Corp, móðurfyrirtækis fjölmiðla eins og Sky News-sjónvarpsstöðvarinnar, boða umfjallanir og leiðara í dagblöðum og sjónvarpi um hvernig Ástralíu getur náð kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 líkt og margar aðrar þjóðir stefna að til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. Áströlsk stjórnvöld hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum og miðlar Murdoch hafa um árabil reynt að þvæla umræðuna til þess að véfengja alvarleika loftslagsbreytinga og ábyrgð manna á þeim. New York Times lýsir Sky News-sjónvarpsstöðinni sem öfgafyllsta miðli News Corp. Stöðinni var meðal annars bannað að deila efni á samfélagsmiðlinum Youtube í viku fyrir að brjóta notendaskilmála hans um upplýsingafals um kórónuveirufaraldurinn í síðasta mánuði. Fyrir tveimur árum lýsti þáttastjórnandi á stöðinni loftslagsbreytingum sem „sviksamlegum og hættulegum sértrúarsöfnuði“ þar sem annarlegir hagsmunir byggju að baki. Dagblöð News Corp hafa svo reglulega birt vafasamar greinar sem eru á mörk frétta og skoðanapistla. Ætli News Corp raunverulega að vinda kvæði sínu í kross í loftslagsmálum gæti það liðkað fyrir stefnubreytingu hjá ríkisstjórn íhaldsmanna sem hefur fram að þessu þráast við að setja Ástralíu metnaðarfull markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Það gæti einnig sett þrýsting á fjölmiðla Murdoch annars staðar eins og Fox News í Bandaríkjunum og bresku dagblöðum hans sem hafa lengi hamast gegn loftslagsvísindum og aðgerðum. Rupert Murdoch hefur verið einn umsvifamesti fjölmiðlaútgefandi í heiminum um áratugaskeið. Margir fjölmiðlar hans hafa rekið harðan áróður gegn loftslagsaðgerðum.Vísir/EPA Brella til að endurhæfa ímynd „loftslagsvarmennis“ Ekki eru allir bjartsýnir á að News Corp hafi séð að sér. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segist fullur efasemda. „Þar til Rupert Murdoch og News Corp taka í tauminn á varðhundum sínum á Fox News og The Wall Street Journal, sem halda áfram að halda á lofti upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar daglega, ætti að líta á þessi innantómu loforð sem örvæntingarfulla brellu sem er ætlað að endurhæfa opinbera ímynd leiðandi loftslagsvarmennis,“ segir Mann. Aðrir vara við hættunni á að News Corp ætli aðeins að færa sig úr harðri loftslagsafneitun yfir í að tala fyrir því að loftslagsaðgerðum verði frestað með marklausum langtímamarkmiðum og falslausnum. Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra sem varð oft fyrir barðinu á News Corp og var settur af á sínum tíma vegna ágreinings innan Frjálslynda flokksins um loftslagsmál, segir að nokkurra vikna umfjöllun frá News Corp eyði ekki langri sögu loftslagsafneitunar í miðlum þess. Fjölmiðlarisinn verði að hætta að berja á málsvörum loftslagsaðgerða á sama tíma og hann haldi hlífiskildi yfir íhaldssömum þingmönnum sem standi í vegi þeirra. „Þessi hægrisinnaði popúliski loftslagsafneitunararmur bandalagssins hefur mikil áhrif og er grunnur fjölmiðla News Corp. Þar lifa þeir og þrífast. Ef það verður breyting þar gæti það skipt sköpum,“ segir Turnbull. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá Turnbull ræða News Corp og loftslagsmál í umræðuþætti í Ástralíu í fyrra.
Loftslagsmál Ástralía Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10 Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. 5. nóvember 2020 13:10
Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Ástralar komu í veg fyrir að fjallað væri um stöðvun kolavinnslu í sameiginlegri yfirlýsingu fundar Kyrrahafsríkja. Aðstoðarforsætisráðherra sagðist á meðan pirraður á ríkjum sem vildu stöðva iðnað í Ástralíu svo þau mættu komast af. 16. ágúst 2019 11:34