Tilbúin með aðstöðu til að framkvæma hraðpróf fyrir smitgát og stærri viðburði Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 15:11 Hraðprófin verða tekin í húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Vísir/vilhelm Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september. Að því loknu verður þeim sem sæta smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa farið fram. Áætlað er að þar verði opið frá 8 til 20 virka daga og 9 til 15 um helgar fyrst um sinn. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar. Með nýlegri reglugerðarbreytingu er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir Covid-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát er gert að fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Heimila stærri viðburði Einnig heimila nýjar reglur að haldnir séu allt að 500 manna viðburðir með því skilyrði að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið að útfærslu á sýnatöku og notkun hraðprófa vegna þessa. Mun fólki standa til boða að fara í hraðpróf sér að kostnaðarlausu og fá niðurstöðuna beint í símann. Keypt mörg hundruð þúsund hraðpróf Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi þegar fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Reynir heilsugæslan nú að bæta við sig starfsfólki í ljósi þessa umfangsmikla verkefnis. Að sögn heilsugæslunnar hefur hún nú tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram á heilsugæslum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Að því loknu verður þeim sem sæta smitgát gert kleift að fara í hraðpróf á Suðurlandsbraut þar sem skimanir hafa farið fram. Áætlað er að þar verði opið frá 8 til 20 virka daga og 9 til 15 um helgar fyrst um sinn. Þetta kemur fram á vef heilsugæslunnar. Með nýlegri reglugerðarbreytingu er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir Covid-19 heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Einstaklingur sem viðhefur smitgát er gert að fara í hraðpróf á fyrsta degi og síðan aftur á fjórða degi. Þegar neikvæð niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt. Heimila stærri viðburði Einnig heimila nýjar reglur að haldnir séu allt að 500 manna viðburðir með því skilyrði að allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi. Hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið unnið að útfærslu á sýnatöku og notkun hraðprófa vegna þessa. Mun fólki standa til boða að fara í hraðpróf sér að kostnaðarlausu og fá niðurstöðuna beint í símann. Keypt mörg hundruð þúsund hraðpróf Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi þegar fest kaup á mörg hundruð þúsund hraðprófum. „Við ætlum að stíla inn á að opnunartími verði 8-8. Þá getur fólk líka komið eftir vinnu ef það er til dæmis að fara á viðburð um kvöldið, að þurfa ekki að fara úr vinnu. Þannig að við erum að reyna að teygja okkur í alla kanta þannig að þetta verði ekki mikið mál,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar. Reynir heilsugæslan nú að bæta við sig starfsfólki í ljósi þessa umfangsmikla verkefnis. Að sögn heilsugæslunnar hefur hún nú tryggt sér nægilegt magn hraðprófa, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og allt landið. Utan höfuðborgarsvæðisins mun framkvæmd hraðprófa fara fram á heilsugæslum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Tengdar fréttir Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07