Ferguson sagði bikara og medalíur ekki skipta máli fyrir börn og unglinga Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2021 07:31 Sir Alex Ferguson hefur varið stórum hluta ævinnar á Carrington æfingasvæðinu og var alltaf duglegur að kíkja á yngri iðkendur spila, jafnvel 8 eða 9 ára krakka. Hér er hann á æfingu með 23 ára gömlum Cristiano Ronaldo, árið 2008, en leikmenn áttu það margir til að fylgja Ferguson eftir og kíkja á krakkana. Getty/Matthew Peters Sir Alex Ferguson hafði mikinn áhuga á þjálfun og þróun ungra iðkenda í akademíu Manchester United og lagði mikla áherslu á að markmiðið væri ekki að þeir ynnu til verðlauna sem börn og unglingar, heldur síðar meir. Þetta segir Dr. Amanda Johnson sem heldur námskeið í vikunni fyrir þjálfara og aðra sem vinna að mótun ungra íþróttaiðkenda. Eins og Amanda orðar það sjálf þá var Ferguson yfirmaður hennar í áratug, á árunum 2000-2010, þegar hún var yfirsjúkraþjálfari í akademíu Manchester United. Hún segir Ferguson hafa kíkt á krakkana í hverri viku og haft sterkar skoðanir á þróun þeirra. „Hann var mjög ástríðufullur þegar kom að þjálfun og þróun ungra leikmanna. Hann studdi vel við allar rannsóknir sem við gerðum. Þegar Carrington [æfingasvæði Manchester United] var byggt krafðist hann þess líka að akademían væri sömu megin og aðalliðið. Hjá mörgum félögum í Bretlandi eru svæði þessara hópa aðskilin. Ferguson var hins vegar harður á því að við værum öll Manchester United. Hann kom reglulega til að sjá yngri krakkana spila, alveg frá 9 ára aldri og upp úr. Það gerðu leikmennirnir líka. Þetta þótti honum eðlilegt að gera, og þegar hann kom gat maður séð hvernig allir krakkarnir, í báðum liðum, lifnuðu við,“ sagði Amanda í viðtali við Vísi. Þarf að hugsa um krakkana til lengri tíma Eftir að hún hætti hjá United starfaði Amanda hjá Aspire akademíunni í Katar en hún er nú flutt aftur heim til Manchester. Hún segir að Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United og fyrrverandi lærisveinn Ferguson, nálgist starf sitt með sams konar hætti og Skotinn gerði. Þó að sérhæfing Amöndu snúi að sjúkraþjálfun barna - að vinna með unga líkama sem sífellt geta verið að stækka eða breytast - þá lærði hún ýmislegt fleira af því að starfa fyrir United: „Ég man að Ferguson lagði ríka áherslu á að maður fengi ekki medalíur fyrir að vera bestur í U13- eða U14-liði. Hann vildi bara að þegar leikmenn væru orðnir 18 eða 19 ára væru þeir tilbúnir til að spila með aðalliðinu en fram að því giltu önnur lögmál. Hann sagði að það skipti engu máli hvaða verðlaun eða bikara börn og unglingar væru að vinna, enda er það ekki mikilvægt í neinni íþrótt. Það sem skiptir máli er hvað þau geta þegar þau verða fullorðin. Foreldrar eru stundum of helteknir af því að krakkinn þeirra þurfi að vera bestur í liðinu. Það skiptir ekki máli. Það þarf að hugsa um krakkana til lengri tíma,“ sagði Amanda, og bætti við: Klippa: Dr. Johnson um foreldra íþróttabarna „Hjá United var ég mikið að leiðbeina foreldrum. Maður reyndi að koma þeim skilaboðum áfram til foreldra að halda sig frá og leyfa þjálfurum og fagaðilum að sjá um þjálfunina. Öllum finnst barnið sitt vera það mikilvægasta, og foreldrarnir töldu sig allir vera algjöra sérfræðinga, sérstaklega mömmurnar. Þær voru verstar. Þær voru ekki sammála okkar mati en auðvitað má búast við þessu þegar þetta eru þeirra börn. Ég reyndi að koma þeim skilaboðum áfram að foreldrar héldu væntingum sínum niðri og létu þær ekki hafa áhrif á börnin. Það hjálpar ekki börnunum ef þeim tekst svo ekki að standa undir þeim.“ Nánari upplýsingar um námskeið Amöndu, sem haldið verður í Reykjavík á föstudag og á Akureyri á laugardag, má nálgast hér. Íþróttir barna Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Þetta segir Dr. Amanda Johnson sem heldur námskeið í vikunni fyrir þjálfara og aðra sem vinna að mótun ungra íþróttaiðkenda. Eins og Amanda orðar það sjálf þá var Ferguson yfirmaður hennar í áratug, á árunum 2000-2010, þegar hún var yfirsjúkraþjálfari í akademíu Manchester United. Hún segir Ferguson hafa kíkt á krakkana í hverri viku og haft sterkar skoðanir á þróun þeirra. „Hann var mjög ástríðufullur þegar kom að þjálfun og þróun ungra leikmanna. Hann studdi vel við allar rannsóknir sem við gerðum. Þegar Carrington [æfingasvæði Manchester United] var byggt krafðist hann þess líka að akademían væri sömu megin og aðalliðið. Hjá mörgum félögum í Bretlandi eru svæði þessara hópa aðskilin. Ferguson var hins vegar harður á því að við værum öll Manchester United. Hann kom reglulega til að sjá yngri krakkana spila, alveg frá 9 ára aldri og upp úr. Það gerðu leikmennirnir líka. Þetta þótti honum eðlilegt að gera, og þegar hann kom gat maður séð hvernig allir krakkarnir, í báðum liðum, lifnuðu við,“ sagði Amanda í viðtali við Vísi. Þarf að hugsa um krakkana til lengri tíma Eftir að hún hætti hjá United starfaði Amanda hjá Aspire akademíunni í Katar en hún er nú flutt aftur heim til Manchester. Hún segir að Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United og fyrrverandi lærisveinn Ferguson, nálgist starf sitt með sams konar hætti og Skotinn gerði. Þó að sérhæfing Amöndu snúi að sjúkraþjálfun barna - að vinna með unga líkama sem sífellt geta verið að stækka eða breytast - þá lærði hún ýmislegt fleira af því að starfa fyrir United: „Ég man að Ferguson lagði ríka áherslu á að maður fengi ekki medalíur fyrir að vera bestur í U13- eða U14-liði. Hann vildi bara að þegar leikmenn væru orðnir 18 eða 19 ára væru þeir tilbúnir til að spila með aðalliðinu en fram að því giltu önnur lögmál. Hann sagði að það skipti engu máli hvaða verðlaun eða bikara börn og unglingar væru að vinna, enda er það ekki mikilvægt í neinni íþrótt. Það sem skiptir máli er hvað þau geta þegar þau verða fullorðin. Foreldrar eru stundum of helteknir af því að krakkinn þeirra þurfi að vera bestur í liðinu. Það skiptir ekki máli. Það þarf að hugsa um krakkana til lengri tíma,“ sagði Amanda, og bætti við: Klippa: Dr. Johnson um foreldra íþróttabarna „Hjá United var ég mikið að leiðbeina foreldrum. Maður reyndi að koma þeim skilaboðum áfram til foreldra að halda sig frá og leyfa þjálfurum og fagaðilum að sjá um þjálfunina. Öllum finnst barnið sitt vera það mikilvægasta, og foreldrarnir töldu sig allir vera algjöra sérfræðinga, sérstaklega mömmurnar. Þær voru verstar. Þær voru ekki sammála okkar mati en auðvitað má búast við þessu þegar þetta eru þeirra börn. Ég reyndi að koma þeim skilaboðum áfram að foreldrar héldu væntingum sínum niðri og létu þær ekki hafa áhrif á börnin. Það hjálpar ekki börnunum ef þeim tekst svo ekki að standa undir þeim.“ Nánari upplýsingar um námskeið Amöndu, sem haldið verður í Reykjavík á föstudag og á Akureyri á laugardag, má nálgast hér.
Íþróttir barna Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti