Ríkisstjórn hins lægsta pólitíska samnefnara? Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 6. september 2021 15:00 Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ýmsir hafa lofað formann Vinstri grænna fyrir að leiða stjórnarsamstarf VG við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn af pólitískri lipurð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að Katrín Jakobsdóttir er flink og klár stjórnamálakona en hún stendur þó frammi fyrir því að 80% stuðningsmanna VG vilja ekki áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður VG og umhverfis- og auðlindaráðherra, játaði við lok þingstarfa í sumar að líklega hefðu frumvörpin hans fengið betri stuðning í annars konar ríkisstjórn. Á þeim lista voru m.a. Hálendisþjóðgarður og 3. áfangi Rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Afdrif flaggskipa VG á sviði umhverfismála í samstarfinu við Sjálstæðis- og Framsóknarflokk eru umhugsunarverð en koma í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Ríkisstjórnin sem setið hefur í fjögur ár var nefnilega mynduð um hinn lægsta pólitíska samnefnara þessara þriggja stjórnmálaflokka. Og hann er býsna lágur, því að flokkarnir eru þrátt fyrir allt ólíkir. Þannig hefur stjórninni tekist að sigla í gegnum kjörtímabilið nokkuð lygnan sjó – sjálfstæðismenn kalla það stöðugleika – og í rauninni alltaf gert eins lítið og þau hafa komist af með, pólitískt séð. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að glíma við heimsfaraldur kórónuveirunnar en þar naut stjórnin og samfélagið allt ráðgjafar færustu vísindamanna þessa lands og fór mestmegnis eftir þeim, þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæðisflokksins. Fyrir það ber að þakka. Bætum kjör þeirra efnaminnstu Kosningabaráttan fyrir alþingiskosningarnar snýst um að hækka hinn pólitíska samnefnara svo að ráðast megi í brýnar umbætur í samfélaginu og styrkingu heilbrigðiskerfisins. Ég tel að það sé að teiknast upp raunhæfur valkostur til stjórnarsamstarfs á vinstrimiðjunni með frjálslyndum áherslum. Í slíkri ríkisstjórn þarf Samfylkingin að vera í lykilhlutverki. Hvers vegna gæti einhver spurt? Vegna þess að brýn verkefni snúast um að treysta velferð og tryggja betri framfærslu og lífskjör fólks með lágar tekjur. Þau verða að vera í forgangi á nýju kjörtímabili. Ég nefni nokkur hér: Hækkun skerðingarmarka barnabóta, þannig að fleiri börn og fjölskyldur þeirra njóti fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Það þarf að endurreisa barnabótakerfið. Hækkun greiðslna almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkanir lífskjarasamninganna. Það yrði fyrsta skrefið í að brúa kjaragliðnun lífeyrisþega og lægstu launa á vinnumarkaði. Að hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna úr 110 í 200.000 krónur á mánuði. Frítekjumark eldri borgara þarf einnig að hækka í 200.00 krónur á mánuði en ekki skiptir minna máli að hækka markið vegna greiðslna úr lífeyrissjóði úr 25.000 í 50.000 krónur. Að tvöfalda stofnframlög til almenna íbúðakerfisins svo að hægt sé að byggja 1.000 leigu- og búseturéttaríbúðir á ári. Þannig fjölgum við íbúðum fyrir tekjulægri hópa og temprum verð á húsnæði fyrir alla. Komist þessar tillögur til framkvæmda mun það bæta lífskjör þúsunda barna og fjölskyldna þeirra, öryrkja og eldri borgara. Síðastliðin átta ár hafa hagsmunir venjulegs launafólks og öryrkja ekki verið í forgangi hér á landi. Það þarf Samfylkinguna í ríkisstjórn til að breyta því. Grundvöllur nýs ríkisstjórnarsamstarfs Annað risavaxið verkefni eru alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Þær geta sannarlega ekki snúist um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Lofsverð úttekt Ungra umhverfissinna á loftslags- , umhverfis- og náttúruverndastefnu stjórnmálaflokkanna sýndi að þar eiga fjórir flokkar samleið. Önnur framboð skiluðu auðu. Þar er kominn grundvöllur til samstarfs sem þarf að skoða af fullri alvöru. Samfylkingin vill leiða saman ríkisstjórn sem setur fjölskylduna í forgang, byggir upp sterkara og heilbrigðara samfélag og ræðst í alvöru loftslagsaðgerðir. Sú ríkisstjórn verður aðeins möguleg með góðum stuðningi kjósenda við Samfylkinguna. Það er mikið í húfi því að ný ríkisstjórn má ekki snúast um hinn lægsta pólitíska samnefnara. Því hvet ég kjósendur til að setja X við S í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun