Gagnrýna að settur forstjóri Útlendingastofnunar sé nú formaður eftirlitsnefndar Eiður Þór Árnason skrifar 6. september 2021 12:32 Þorsteinn Gunnarsson hefur starfað hjá Útlendingastofnun frá árinu 2007. Vísir Tólf félagasamtök gagnrýna harðlega skipun Þorsteins Gunnarssonar í embætti formanns kærunefndar útlendingamála og fara fram á að hann segi af sér vegna vanhæfis. Nýlega var greint var frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi skipað Þorstein í stöðuna en hann var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL) og hefur lengi stafað hjá stofnuninni. „Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. „Með þessu er grafið undan grunnstoðum lýðræðislegs réttarríkis og réttarvitund þegna þess.“ Umboðsmaður Alþingis hvattur til að skoða málið Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Félag hernaðarandstæðinga, Félagið Ísland-Palestína, No Borders Iceland, Röskva – samtök félagshyggjufólks við HÍ, Vaka - hagsmunafélag stúdenta, Samtökin '78, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Skorar hópurinn á dómsmálaráðherra að gera grein fyrir skipun hæfnisnefndar, niðurstöðum hennar og birta öll gögn úr skipunarferlinu, samskipti og ferla. Þá er Umboðsmaður Alþingis hvattur til að fara í frumkvæðisathugun á umræddri skipun með sérstaka áherslu á traustssjónarmið. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, einkum hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga hér á landi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Framkvæmd úrskurða nefndarinnar er í höndum Útlendingastofnunar og Ríkislögreglustjóra. Óttast harða stefnu Í yfirlýsingunni er Þorsteinn sagður hafa verið forsvari fyrir aðgerðir Útlendingastofnunar gegn fólki á flótta síðasta áratug. Þá er vísað til nýlegra dæma um brottvísun hælisleitenda úr viðkvæmum hópum og ákvörðunar Útlendingastofnunar að fella niður þjónustu flóttamanna sem neituðu að undirgangast Covid-próf. Sú aðgerð var síðar úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. „Vegna fyrri starfa sinna verður Þorsteinn sjálfkrafa vanhæfur í flestum málum í það minnsta fyrstu 3-4 mánuðina í starfi, ef ekki lengur,“ segir hópurinn og vísar til mála sem Þorsteinn hefur átt aðkomu að í störfum sínum hjá Útlendingastofnun. Hann hóf þar störf sem lögfræðingur árið 2007 og tók við forstöðu hælissviðs stofnunarinnar árið 2008. Þá var hann sviðsstjóri leyfasviðs frá 2011, ásamt því að vera staðgengill forstjóra. Frá 2016 hefur hann starfað sem sviðsstjóri verndarsviðs og staðgengill forstjóra. Frá október 2019 til 31. mars 2020 var Þorsteinn settur forstjóri Útlendingastofnunar. Óttast hópurinn að með skipun hans í stöðu formanns nefndarinnar megi búast við að flóttamenn muni „halda áfram að finna fyrir harðri stefnu Þorsteins næstu fimm ár.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem Vöku vantaði á lista stuðningsaðila sem birtist í upphaflegri fréttatilkynningu frá hópnum. Aðilar sem skrifa undir yfirlýsinguna Anna Lára Steindal Elinóra Guðmundsdóttir Félag hernaðarandstæðinga Félagið Ísland-Palestína Hallgrímur Helgason, rithöfundur Isold Uggadottir, kvikmyndagerðarkona Ísland-Kúrdistan félagið No Borders Iceland Norðdahl lögmannsstofa Rauða Regnhlífin Red Umbrella Iceland Refugees in Iceland Réttur Barna á Flótta Röskva - stúdentahreyfing- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Samtökin '78 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Stelpur Rokka Tabú, feminísk fötlunarhreyfing Trans Ísland Vaka - hagsmunafélag stúdenta Q - félag hinsegin stúdenta / Q - Queer Student Association Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri. 27. ágúst 2021 16:53 Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29. ágúst 2021 13:08 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Nýlega var greint var frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi skipað Þorstein í stöðuna en hann var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar (ÚTL) og hefur lengi stafað hjá stofnuninni. „Sú ákvörðun að ráða aðila sem gegndi stöðu staðgengils fyrir forstjóra ÚTL í 10 ár sem formann nefndar sem hefur umsjónar- og eftirlitshlutverk gagnvart þeirri sömu stofnun er til þess fallið að draga verulega úr trúverðugleika og hlutleysi nefndarinnar gagnvart ÚTL,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu. „Með þessu er grafið undan grunnstoðum lýðræðislegs réttarríkis og réttarvitund þegna þess.“ Umboðsmaður Alþingis hvattur til að skoða málið Meðal þeirra sem skrifa undir yfirlýsinguna eru Félag hernaðarandstæðinga, Félagið Ísland-Palestína, No Borders Iceland, Röskva – samtök félagshyggjufólks við HÍ, Vaka - hagsmunafélag stúdenta, Samtökin '78, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Skorar hópurinn á dómsmálaráðherra að gera grein fyrir skipun hæfnisnefndar, niðurstöðum hennar og birta öll gögn úr skipunarferlinu, samskipti og ferla. Þá er Umboðsmaður Alþingis hvattur til að fara í frumkvæðisathugun á umræddri skipun með sérstaka áherslu á traustssjónarmið. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að rannsaka og úrskurða í kærumálum sem falla undir útlendingalög, einkum hvað varðar dvöl og búsetu útlendinga hér á landi og rétt til alþjóðlegrar verndar. Framkvæmd úrskurða nefndarinnar er í höndum Útlendingastofnunar og Ríkislögreglustjóra. Óttast harða stefnu Í yfirlýsingunni er Þorsteinn sagður hafa verið forsvari fyrir aðgerðir Útlendingastofnunar gegn fólki á flótta síðasta áratug. Þá er vísað til nýlegra dæma um brottvísun hælisleitenda úr viðkvæmum hópum og ákvörðunar Útlendingastofnunar að fella niður þjónustu flóttamanna sem neituðu að undirgangast Covid-próf. Sú aðgerð var síðar úrskurðuð ólögmæt af kærunefnd útlendingamála. „Vegna fyrri starfa sinna verður Þorsteinn sjálfkrafa vanhæfur í flestum málum í það minnsta fyrstu 3-4 mánuðina í starfi, ef ekki lengur,“ segir hópurinn og vísar til mála sem Þorsteinn hefur átt aðkomu að í störfum sínum hjá Útlendingastofnun. Hann hóf þar störf sem lögfræðingur árið 2007 og tók við forstöðu hælissviðs stofnunarinnar árið 2008. Þá var hann sviðsstjóri leyfasviðs frá 2011, ásamt því að vera staðgengill forstjóra. Frá 2016 hefur hann starfað sem sviðsstjóri verndarsviðs og staðgengill forstjóra. Frá október 2019 til 31. mars 2020 var Þorsteinn settur forstjóri Útlendingastofnunar. Óttast hópurinn að með skipun hans í stöðu formanns nefndarinnar megi búast við að flóttamenn muni „halda áfram að finna fyrir harðri stefnu Þorsteins næstu fimm ár.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem Vöku vantaði á lista stuðningsaðila sem birtist í upphaflegri fréttatilkynningu frá hópnum. Aðilar sem skrifa undir yfirlýsinguna Anna Lára Steindal Elinóra Guðmundsdóttir Félag hernaðarandstæðinga Félagið Ísland-Palestína Hallgrímur Helgason, rithöfundur Isold Uggadottir, kvikmyndagerðarkona Ísland-Kúrdistan félagið No Borders Iceland Norðdahl lögmannsstofa Rauða Regnhlífin Red Umbrella Iceland Refugees in Iceland Réttur Barna á Flótta Röskva - stúdentahreyfing- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Samtökin '78 Solaris - hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Stelpur Rokka Tabú, feminísk fötlunarhreyfing Trans Ísland Vaka - hagsmunafélag stúdenta Q - félag hinsegin stúdenta / Q - Queer Student Association
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri. 27. ágúst 2021 16:53 Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29. ágúst 2021 13:08 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Þorsteinn nýr formaður Kærunefndar útlendingamála Þorsteinn Gunnarsson er nýr formaður Kærunefndar útlendingamála að skipan Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Þorsteinn tekur við embættinu þann 1. september en hann var valinn úr sjö manna hópi umsækjenda. Hann hefur starfað í fjórtán ár hjá Útlendingastofnun, meðal annars sem settur forstjóri. 27. ágúst 2021 16:53
Sósíalisti kallar formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ Frambjóðandi Sósíalistaflokksins í Reykjavík kallar Þorstein Gunnarsson, nýskipaðan formann kærunefndar útlendingamála „nasista“ í færslu á samfélagsmiðli. Þorsteinn var áður staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar. 29. ágúst 2021 13:08