Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 12:09 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu. Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira