Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. september 2021 07:00 Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Eins og í öðrum löndum í okkar heimshluta hefur byrðin af kórónafaraldrinum lagst ójafnt á fólk. Sumt fólk missti vinnuna, varð fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, gekk á sparnað sinn og eignir og stendur í dag miklu lakar en fyrir faraldurinn. Annað fólk auðgaðist gríðarlega vegna verðhækkana á fasteignum og hlutabréfum og fékk jafnvel ríflega gjöf úr ríkissjóði í ofan á lag, þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi 1/3 af Íslandsbanka á undirverði. Miklu fé var varið úr ríkissjóði í faraldrinum vegna atvinnuleysisbóta, en þó enn meiru í styrki til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda. Halli á ríkissjóð í fyrra og í ár verður um 500 milljarðar króna. Og hallinn hleðst upp sem skuld, sem þegar er farið að ræða um hvernig á að borga. Fyrsta spurningin í fyrsta umræðuþætti Ríkissjónvarpsins með fulltrúum flokkanna fyrir kosningarnar í haust var til dæmis um akkúrat þetta. Hið eðlilega svar við spurningunni er: Látum þau sem græddu á cóvid borga fyrir cóvid. Yfir kórónufaraldurinn hefur verðmæti hlutabréfa í kauphöllinni hækkað um 1500 milljarða króna, þrefalda þá upphæð sem nemur hallarekstri ríkissjóðs í gegnum cóvid. Samkvæmt núgildandi lögum er þessi hagnaður ekki skattlagður fyrr en eigendur bréfanna selja þau. Það er því enginn skattur greiddur af þessari gríðarlegu hækkun eigna í faraldrinum. Með því að breyta lögum um fjármagnstekjuskatt svo að hækkun hlutabréfa verði hluti skattstofns fjármagnstekna mætti leggja skatt á þennan hagnað. 1500 milljarðar króna fjármagnstekjur innan 22% fjármagnstekjuskatts myndu færa ríkissjóði 330 milljarða króna. En 22% fjármagnstekjuskattur er mjög lágur í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum er lagður á 37% skattur á söluhagnað hlutabréfa. Ef þú hefur keypt hlutabréf á eina miljón króna en selur þau síðan á tvær milljónir króna þá borgar þú 370 þúsund krónur í Bandaríkjunum en aðeins 220 þúsund krónur hér. Og hefur kapítalisminn það samt mjög gott í Bandaríkjunum. Ef við myndum leggja bandarískan skatt á hækkun hlutabréfa í kauphöllinni gæfi það ríkissjóði 555 milljarða króna og myndi það þá eyða hallanum á ríkissjóði vegna cóvid. Og allir yrðu glaðir. Almenningur gæti haldið áfram að reka hér grunnkerfi samfélagsins og þau sem högnuðust í kauphöllinni ættu enn 945 milljarða króna verðmeiri hlutabréf en fyrir faraldur. Nú gæti einhver haldið að þessi tillaga sé stækur sósíalismi, en svo er alls ekki. Þetta er tillaga ættuð úr hjarta kapítalismans og kemur frá Janet Yellen núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi Seðlabankastjóra þess lands. Maður skyldi ætla að hún vissi sitthvað um peningamál og ríkisfjármál og áhrif þess á atvinnulífið. Og hún er enginn sósíalisti. Hvers vegna erum við ekki að ræða svona hugmyndir á Íslandi, í kosningabaráttu og við lok kórónafaraldursins? Nú, það er vegna þess að braskararnir hafa tekið yfir íslensk stjórnmál og þeirra markmið er aðeins að auka eigin hag. Þeir hugsa aldrei um þjóðarhag. Fyrir þeim er sjálfsagt að þú takir á þig tapið af cóvid á meðan þeir flytja hagnaðinn úr landi. Þeir hlæja alla leiðina í bankann, eins og sagt er. Að þér, kjósandi góður. Eina leiðin til að slökkva þann hlátur er að kjósa rétt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun