Framsókn hefur brugðist framtíðinni Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. september 2021 18:00 Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skóla - og menntamál Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar