Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 15:54 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Hér er hann við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. „Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08