Oddvitaáskorunin: Borgar bara mánaðargjald en fer aldrei í ræktina Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2021 15:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, eða Mummi. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Yfirleitt er hann kallaður Mummi. Hann er fæddur á Brúarlandi á Mýrum í Borgarfirði árið 1977 þar sem foreldrar hans reka svínabú. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann kláraði stúdentspróf árið 1997. Sama ár tók hann hússtjórnarpróf úr hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið fór hann í Háskóla Íslands þar sem hann kláraði BSc-próf í líffræði árið 2002. Mummi fór svo til Bandaríkjanna og tók meistarapróf í umhverfisfræðum í Yale háskóla. Starfsferill Mumma hefur alla tíð verið í störfum sem snúa að umhverfisvernd eða umhverfisfræðum á einn eða annan hátt. Þar má meðal annars nefna rannsóknir, kennslu og landvarðarstörf. Áður en að Mummi tók við embætti Umhverfis- og auðlindaráðherra þá var hann framkvæmdastjóri Landverndar á árunum 2011-2017. Mummi hefur verið félagi í Vinstri grænum frá stofnun hreyfingarinnar árið 1999 og hann brennur fyrir umhverfis- og náttúruverndarmálum, vill stofna þjóðgarð á Hálendinu, jafna kjör fólks og að við öll njótum sömu tækifæra til menntunar og lífshamingju í lífinu án aðgreiningar í samfélaginu. Þá eru mannréttindamál, ekki síst málefni hinsegin fólks og kvenfrelsi honum hugleikin. Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hítardalur á Mýrum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þrist, þrist og þrist. Uppáhalds bók? Sögulegar skáldsögur Philippu Gregory um konur og áhrif þeirra á pólitík fyrir, á og eftir valdatíð Henry VIII Englandskonungs. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Disco frisco. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Mýrunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Já, fór í gönguferðir á svæðum sem stendur til að friðlýsa. Hvað tekur þú í bekk? Þú meinar, hvað tók ég í bekk? Núna borga ég bara mánaðarkort en fer aldrei. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Döhh, eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að vinna við landgræðslu. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Þín verður bara minnst í sögubókunum ef þú eykur frelsi fólksins þíns og dregur úr fátækt. Uppáhalds tónlistarmaður? Svavar Knútur. Besti fimmaurabrandarinn? Þegar fólk spyr mig hvers vegna veðrið sé svona leiðinlegt (því ég er yfirmaður veðurmála á Íslandi). Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var 10 ára og tók ákvörðun um að hætta að gráta af heimþrá á heimavistinni. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson höfðu mikil áhrif á mig sem barn og unglingur. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn. Besta frí sem þú hefur farið í? Hólaskjól – Langisjór – Skælingar – Álftavatnakrókur – Mælifell – Strútur með ferðahópnum Fab á fjöllum. Uppáhalds þynnkumatur? Eggs Benedict með mikilli hollandaise. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ég að gera það? Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ég lék Dýrið í Fríðu og Dýrinu. Rómantískasta uppátækið? Ég er enn einhleypur. Svarar þetta spurningunni? Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og varaformaður VG, leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Yfirleitt er hann kallaður Mummi. Hann er fæddur á Brúarlandi á Mýrum í Borgarfirði árið 1977 þar sem foreldrar hans reka svínabú. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri þar sem hann kláraði stúdentspróf árið 1997. Sama ár tók hann hússtjórnarpróf úr hússtjórnarskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið fór hann í Háskóla Íslands þar sem hann kláraði BSc-próf í líffræði árið 2002. Mummi fór svo til Bandaríkjanna og tók meistarapróf í umhverfisfræðum í Yale háskóla. Starfsferill Mumma hefur alla tíð verið í störfum sem snúa að umhverfisvernd eða umhverfisfræðum á einn eða annan hátt. Þar má meðal annars nefna rannsóknir, kennslu og landvarðarstörf. Áður en að Mummi tók við embætti Umhverfis- og auðlindaráðherra þá var hann framkvæmdastjóri Landverndar á árunum 2011-2017. Mummi hefur verið félagi í Vinstri grænum frá stofnun hreyfingarinnar árið 1999 og hann brennur fyrir umhverfis- og náttúruverndarmálum, vill stofna þjóðgarð á Hálendinu, jafna kjör fólks og að við öll njótum sömu tækifæra til menntunar og lífshamingju í lífinu án aðgreiningar í samfélaginu. Þá eru mannréttindamál, ekki síst málefni hinsegin fólks og kvenfrelsi honum hugleikin. Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hítardalur á Mýrum. Hvað færðu þér í bragðaref? Þrist, þrist og þrist. Uppáhalds bók? Sögulegar skáldsögur Philippu Gregory um konur og áhrif þeirra á pólitík fyrir, á og eftir valdatíð Henry VIII Englandskonungs. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Disco frisco. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Á Mýrunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Já, fór í gönguferðir á svæðum sem stendur til að friðlýsa. Hvað tekur þú í bekk? Þú meinar, hvað tók ég í bekk? Núna borga ég bara mánaðarkort en fer aldrei. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Döhh, eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Að vinna við landgræðslu. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Þín verður bara minnst í sögubókunum ef þú eykur frelsi fólksins þíns og dregur úr fátækt. Uppáhalds tónlistarmaður? Svavar Knútur. Besti fimmaurabrandarinn? Þegar fólk spyr mig hvers vegna veðrið sé svona leiðinlegt (því ég er yfirmaður veðurmála á Íslandi). Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég var 10 ára og tók ákvörðun um að hætta að gráta af heimþrá á heimavistinni. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson höfðu mikil áhrif á mig sem barn og unglingur. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn. Besta frí sem þú hefur farið í? Hólaskjól – Langisjór – Skælingar – Álftavatnakrókur – Mælifell – Strútur með ferðahópnum Fab á fjöllum. Uppáhalds þynnkumatur? Eggs Benedict með mikilli hollandaise. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Á ég að gera það? Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar ég lék Dýrið í Fríðu og Dýrinu. Rómantískasta uppátækið? Ég er enn einhleypur. Svarar þetta spurningunni?
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira