Sport

Dagskráin í dag: Stútfullur sunnudagur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Englendingar mæta Andorra í undankeppni HM 2022 í dag.
Englendingar mæta Andorra í undankeppni HM 2022 í dag. Michael Regan/Getty Images

Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á sportrásum Stövar 2 í dag, en hvorki meira né minna en 13 beinar útsendingar eru á dagskrá.

Golf

Dagurinn byrjar klukkan 11:00 á Stöð 2 Sport 4 þegar að bein útsending frá öðrum degi Solheim Cup hefst. Hálftíma síðar, eða klukkan 11:30, hefst útsending frá lokadegi DS Automobiles Italian Open á Stöð 2 Golf.

Á sama tíma hefst bein útsending frá LET Tour á Stöð 2 eSport, en klukkan 16:00 er það lokadagur Tour Championship sem að lokar golfdeginum á Stöð 2 Golf.

Fótbolti

Bein útsending frá viðureign Stjörnunnar og Breiðabliks er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 11:50, og að þeim leik loknum taka Pepsi Max Mörkin við þar sem að sérfræðingar þáttarins fara yfir allt það helsta.

Klukkan 11:55 tekur Íslendingaliðið Kristianstad á móti Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni á Stöð 2 Sport 2. Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir eru í liði Kristianstad og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.

Klukkan 12:50 mætast Hvít-Rússar og Walesverjar í undankeppni HM 2022 á Stöð 2 Sport 3, og England mætir Andorra í sömu keppni á sömu stöð klukkan 15:50.

Viðureign Sviss og Ítalíu í undankeppni HM 2022 er einnig á dagskrá í dag, en útsending frá þeim leik hefst klukkan 18:35 á Stöð 2 Sport 2. Þegar að þeim leik er lokið tekur Markaþáttur HM 2022 við keflinu og fer yfir allt það helsta frá deginum.

Handbolti

Íslenski handboltinn fer að rúlla á allra næstu dögum, en klukkan 14:05 mætast KA/Þór og Fram á Stöð 2 Sport 2 í Meistarakeppni HSÍ í kvennaboltanum.

Tölvuleikir

Sandkassinn lokar deginum á Stöð 2 eSport, en klukkan 21:00 mæta Benni og félagar og prófa sig áfram í mis­mun­andi tölvu­leikj­um, bæði göml­um og nýj­um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×