Guðni Þór: Með þennan vilja er hægt að gera allt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2021 16:38 Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, segir að sigur liðsins á Selfossi í dag hafi verið verðskuldaður.. Vísir/Hulda Margrét Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega sáttur með 3-1 sigur liðsins gegn Selfyssingum á Jáverk-vellinum í dag. Liðið heldur enn í veika von um að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili, en Guðni segir sigurinn í dag hafa verið verðskuldaðan. „Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
„Tilfinningin eftir leik er bara ofboðslega góð og ég er bara virkilega, virkilega stoltur af mínu liði í dag,“ sagði Guðni að leik loknum. „Við lögðum mikla vinnu í leikinn og stelpurnar skildu allt eftir úti á velli og við lögðum öll spilin á borðið. Þetta var verðskuldaður sigur.“ Önnur úrslit í dag þýða það að Tindastóll þarf að vinna lokaleik tímabilsins og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á að halda sér í Pepsi Max deildinni á markatölunni einni. Guðni segir að liðið muni berjast fram á síðustu stundu. „Við munum allavega selja okkur dýrt. Við berjumst til síðasta lokaflauts og munum gera okkar besta og sjáum svo hverju það skilar okkur í næsta leik. Við mætum til leiks og gerum okkar besta.“ Seinasti leikur tímabilsins hjá Tindastól er heimaleikur gegn Stjörnunni. Guðni segir að undirbúningurinn fyrir þann leik verði svipaður og fyrir leikinn í dag. „Það er bara sama og í dag. Við þurfum bara að mæta með sömu stemningu og sama hugarfar og í þennan leik. Með þennan vilja er hægt að gera allt.“ Nokkuð var um tafir í seinni hálfleik í leik dagsins og sigurmark Tindastóls kom ekki fyrr en á níundu mínútu uppbótartíma. Fram að því höfðu Selfyssingar þjarmað að gestunum og voru líklegar til að jafna leikinn, en Guðni segist hafa verið nokkuð rólegur. „Við bjuggumst við að Selfyssingar myndu koma dýrvitlausar inn í seinni hálfleikinn. Þær færðu sig framar á völlinn sem þýddi það að það opnaðist pláss á bakvið sem við nýttum okkur frábærlega og Aldís gerði góð mörk hérna í lokin.“ „Við vorum þéttar en Selfossliðið er gott. Þær voru til alls líklegar til að jafna hérna en við náðum að loka vel fyrir sem ég er ánægður með og þetta var verðskuldaður sigur að mínu mati,“ sagði Guðni að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Tindastóll 1-3 | Tindastóll heldur í veika von um að bjarga sér frá falli Tindastóll vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur gegn Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna í dag. Liðið heldur nú í veika von um að halda sæti sínu í deild þeirra bestu þegar aðeins ein umferð er eftir. 4. september 2021 13:16