Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 11:00 Kristján Þór Júlíusson er ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð. Forsaga málsins er að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann nýlega skýrslu um eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi sem var síðan harðlega gagnrýnd af Persónuvernd í bréfi til ráðuneytissins. Þar segir meðal annars að rangt sé farið með efni laga um persónuvernd í skýrslunni og bent á að upplýsingar um hlutafjáreign séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá segir jafnframt að rangt sé farið með úrskurð Persónuverndar um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga. Í skýrslunni segir að Persónuvernd hafi úrskurðað um að ársreikningaskrá hafi verið gert að afmá hluthafalista sem fylgt hafa ársreikningum og samstæðureikningum úr þeim reikningum sem skráin varðveitir og veitir aðgang að. Rétt sé að með ákvörðun Persónuverndar hafi verið lagt fyrir ríkisskattstjóra að „láta af birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á opinberum vef embættisins.“ Unnið hafi verið í gagnsæju ferli Krisján Þór segir skýrsluna hafa verið unna í samstarfi við Skattinn og að unnið hafi verið í opnu gagnsæju ferli milli stjórnkerfisins og Alþingis. „Það er ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneytið, sem gefið hefur skýringar á forsendum upplýsinga sem veittar voru Alþingi, um að leyna upplýsingum eða nota Persónuvernd sem skálkaskjól. Þessu er því alfarið vísað á bug sem hreinum rógburði,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir ráðuneytið taka lagaskyldu sína til að sinna upplýsingagjöf til Alþingis alvarlega. Þá segir hann engu hafa verið leynt um forsendur og aðferðir við undirbúning skýrslunnar. „Ef önnur lagatúlkun en sú sem Skatturinn hefur stuðst við getur opnað fyrir frekari upplýsingar frá Skattinum er fullur vilji hjá ráðuneytinu til þess að láta taka þær saman,“ segir hann. Boðar fulltrúa Skattsins og Persónuverndar á sinn fund „Ég hef óskað eftir að ráðuneytið boði fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fagmennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til,“ segir Kristján Þór í lokaorðum Facebookfærslu um málið. Sjávarútvegur Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Forsaga málsins er að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann nýlega skýrslu um eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi sem var síðan harðlega gagnrýnd af Persónuvernd í bréfi til ráðuneytissins. Þar segir meðal annars að rangt sé farið með efni laga um persónuvernd í skýrslunni og bent á að upplýsingar um hlutafjáreign séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá segir jafnframt að rangt sé farið með úrskurð Persónuverndar um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga. Í skýrslunni segir að Persónuvernd hafi úrskurðað um að ársreikningaskrá hafi verið gert að afmá hluthafalista sem fylgt hafa ársreikningum og samstæðureikningum úr þeim reikningum sem skráin varðveitir og veitir aðgang að. Rétt sé að með ákvörðun Persónuverndar hafi verið lagt fyrir ríkisskattstjóra að „láta af birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á opinberum vef embættisins.“ Unnið hafi verið í gagnsæju ferli Krisján Þór segir skýrsluna hafa verið unna í samstarfi við Skattinn og að unnið hafi verið í opnu gagnsæju ferli milli stjórnkerfisins og Alþingis. „Það er ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneytið, sem gefið hefur skýringar á forsendum upplýsinga sem veittar voru Alþingi, um að leyna upplýsingum eða nota Persónuvernd sem skálkaskjól. Þessu er því alfarið vísað á bug sem hreinum rógburði,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir ráðuneytið taka lagaskyldu sína til að sinna upplýsingagjöf til Alþingis alvarlega. Þá segir hann engu hafa verið leynt um forsendur og aðferðir við undirbúning skýrslunnar. „Ef önnur lagatúlkun en sú sem Skatturinn hefur stuðst við getur opnað fyrir frekari upplýsingar frá Skattinum er fullur vilji hjá ráðuneytinu til þess að láta taka þær saman,“ segir hann. Boðar fulltrúa Skattsins og Persónuverndar á sinn fund „Ég hef óskað eftir að ráðuneytið boði fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fagmennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til,“ segir Kristján Þór í lokaorðum Facebookfærslu um málið.
Sjávarútvegur Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent