Matar og menningarhátíð á Stokkseyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2021 13:05 Þorpið á Stokkseyri mun væntanlega iða af lífi um helgina vegna matar- og menningarhátíðarinnar, sem þar verður haldin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stokkseyri mun iða af lífi um helgina því þar hefur verið blásið til uppskeruhátíðar matar og menningar. Bændur verða með brakandi ferskt grænmeti á staðnum og listamenn sýna það sem þeir eru að fást við, meðal annars kuklsetur. Á Stokkseyri er svokallaður Brimrótar hópur, sem er með aðsetur í gamla samkomuhúsinu í þorpinu, sem heitir Gimli. Hópurinn hefur skipulagt glæsilega matvæla og menningarveislu um helgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað gott að borða og njóta í leiðinni menningarinnar á staðnum. Pétur Már Guðmundsson fer fyrir hátíðinni. „Það eru framleiðendur, sem eru með okkur eins og til dæmis Korngrís, Ölvisholt, frábær Ítalskur gæi frá Þykkvabæ, sem er að búa til Salami og ýmislegt annað. Svo er það Eyrarfiskur hér á Stokkseyri og ég er örugglega að gleyma einhverju, grænmetisframleiðendur verða hérna líka og svo er það listageirinn líka hér á Stokkseyri,“ segir Pétur. Pétur Már Guðmundsson, forsvarsmaður matar og menningarveislunnar á Stokkseyri um helgina.Aðsend Sú dagskrá, sem tilheyrir list og menningu verður að mestu í Hólmaröst, sem er stóra rauða fyrrverandi frystihúsið á Stokkseyri en matvælaframleiðendur verða með sína kynningu utandyra á túni í miðju þorpinu. Þá verður sérstök sýning á kuklsetri í Gimli. „Það er svo mikil matvælaframleiðsla hérna og það er svo mikil menningarframleiðsla hérna og það er svo skemmtilegt að geta tvinnað þetta saman. Mér finnst þetta bara vera mjög gleðilegt og ég vil endilega að fólk komi og kynni sér þetta hjá okkur hér um helgina“, bætir Pétur við. Hátíðin stendur yfir 4. og 5. september.Aðsend Árborg Menning Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Á Stokkseyri er svokallaður Brimrótar hópur, sem er með aðsetur í gamla samkomuhúsinu í þorpinu, sem heitir Gimli. Hópurinn hefur skipulagt glæsilega matvæla og menningarveislu um helgina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað gott að borða og njóta í leiðinni menningarinnar á staðnum. Pétur Már Guðmundsson fer fyrir hátíðinni. „Það eru framleiðendur, sem eru með okkur eins og til dæmis Korngrís, Ölvisholt, frábær Ítalskur gæi frá Þykkvabæ, sem er að búa til Salami og ýmislegt annað. Svo er það Eyrarfiskur hér á Stokkseyri og ég er örugglega að gleyma einhverju, grænmetisframleiðendur verða hérna líka og svo er það listageirinn líka hér á Stokkseyri,“ segir Pétur. Pétur Már Guðmundsson, forsvarsmaður matar og menningarveislunnar á Stokkseyri um helgina.Aðsend Sú dagskrá, sem tilheyrir list og menningu verður að mestu í Hólmaröst, sem er stóra rauða fyrrverandi frystihúsið á Stokkseyri en matvælaframleiðendur verða með sína kynningu utandyra á túni í miðju þorpinu. Þá verður sérstök sýning á kuklsetri í Gimli. „Það er svo mikil matvælaframleiðsla hérna og það er svo mikil menningarframleiðsla hérna og það er svo skemmtilegt að geta tvinnað þetta saman. Mér finnst þetta bara vera mjög gleðilegt og ég vil endilega að fólk komi og kynni sér þetta hjá okkur hér um helgina“, bætir Pétur við. Hátíðin stendur yfir 4. og 5. september.Aðsend
Árborg Menning Landbúnaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira