Valdarán í Samfylkingunni Birgir Dýrfjörð skrifar 4. september 2021 07:31 Valdarán í Samfylkingunni skar undan lýðræðinu. Gerendurnir beittu vélabrögðum. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup um áramótin mældist Samfylkingin í Reykjavík-Suður með 22% fylgi undir forystu Ágústar Ólafs og Jóhönnu Vigdísar. Hún mældist þá stærsti flokkurinn. Í dag mælist flokkurinn í Gallup könnun með 12% fylgi. Það er fjallstórt fylgishrun. Eðlilega leitar flokksfólk og almenningur skýringa. Hvernig gat þetta gerst, hvað kom fyrir? Af hverju hefur helmingur kjósenda skipt um skoðun og hætt við að kjósa flokkinn? Af hverju hrannast upp vitneskja um fólk, sem tók þátt í að stofna Samfylkinguna. Fólk sem hefur alla tíð stutt hana og unnið að framgangi hennar af heilindum, og með von í brjósti. Af hverju segir þetta fólk nú að það geti ekki kosið Samfylkinguna í Reykjavík. Og ef það fari á kjörstað muni það skila auðum seðli. Hvað veldur? Af hverju hafa þúsundir kjósenda snúið baki við Samfylkingunni. Ég held að hreinsanirnar eftir áramótin valdi mestu um fylgistapið, og ekki bætir úr þegar forustufólk flokksins, klippir eigin vængi, og svarar blákalt með hroka í fjölmiðlum, að brotthvarf Ágústar Ólafs, Jóhönnu Vigdísar og Einars Kárasonar af framboðslista skipti engu máli um fylgi flokksins. Mörgum þykir þetta vitgrannur dómur um frábær störf þessara ágætu félaga okkar. Minn þáttur í ruglinu. Kunnugt er að ég sat í 14 manna uppstillingarnefnd, og sagði mig frá henni með bægslagangi og greinaskrifum í fjölmiðlum um það, sem ég leyfði mér að kalla pólitískar hreinsanir Ég hef orðið mjög var við, að skrif mín um það, sem ég kallaði hreinsanir valdaklíku í Reykjavík, hafa sáð efasemdum um heilindi klíkunnar við hagsmuni flokksins. Gerandameðvirkir flokkshestar. Síðustu mánuði hef ég mjög oft verið sakaður um, að vilja bara skaða Samfylkinguna. Aumasta birtingarmynd þeirra ásakana eru „Gerandameðvirkir“ flokkshestar: Við eigum ekki að gagnrýna Flokkinn. Hann þarf á samheldni að halda. Við eigum að standa saman. Segja þeir. Það er rétt við eigum að standa saman, - en um hvað? Um það að virða og verja dýrmæta boðbera jafnaðarstefnunnar, - eða um það að rægja og níða flokksfólk, sem talar móti pólitískum hreinsunum, eins og ég og mikill fjöldi annarra hafa gert? Verkefni 14 manna uppstillingarnefndar. Uppstillingarnefnd átti að setja saman „Sigurstranglega“ framboðslista fyrir komandi kosningar Á fyrsta fundi um skipan listanna skýrði ég frá, að mér væri kunnugt um skoðanakönnun frá Gallup, sem sýndi að í Reykjavík-Suður mældist Samfylkingin stærsti flokkurinn með 22% fylgi. Þingmaðurinn Ágúst Ólafur og varaþingmenn, væru því að mati kjósenda besta framboðið. Ég skýrði frá hvar hægt væri að fá þessa könnun staðfesta, og óskaði eftir að formaður uppstillingarnefndar leitaði eftir þeirri staðfestingu. Það gerði hann. Hann sendi tvo fulltúa sína úr nefndinni á fund þess, sem staðfest gat að könnun Gallup sýndi, að Samfylkingin væri stærsti flokkurinn í Reykjavík-Suður. Með 22% fylgi. Dylgjur um skoðanakönnun. Það hefur síðan veri dylgjað um það á vef flokksins að þessi könnun,sem Birgir tali um, hafi aldrei verið gerð og spurt er hvar hún hafi birst. Það segir kannski eitthvað um það, við hverja er að fást í þessu máli, að sá maður, er mest hefur dylgjað á vef flokksins um sannleikann kringum þessa könnun og spurt hvar hún hafi verið birt. Hann er einmitt annar þeirra fulltrúa, sem formaðurinn sendi til að afla staðfestingar á, að rétt væri frá sagt um könnun Gallup. Hann staðfesti svo í eigin persónu frammi fyrir uppstillingarnefndinni að frásögn Birgis væri rétt. Það fólk sveifst einskis. Þegar ég áttaði mig á verklaginu, og hvað stæði til, þá sagði ég mig frá uppstillingunni. Mér var þá orðið ljóst það, sem allir vita og sjá í dag, að þar var að verki fólk, sem var ákveðið í því að hreinsa efstu sætin af framboðslistanum. Það fólk sveifst einskis. Hvernig voru vélabrögðin brugguð? Ráðendur í stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík settu það inn í verklagsreglur 14 manna uppstillingarnefndar, að ef ekki næðist einhugur um öll nöfn á framboðslistum, þá skildi uppstillingin tekin úr höndum 14 manna hópsins, og þess í stað ættu kjörnir fulltrúar í stjórn fulltrúaráðsins að ráða skipan framboðanna. Það er 7 manna hópur. Það var leynivopnið. Eftir útgöngu mína var 14 manna hópnum tilkynnt, að 7 manna hópurinn hefði fjallað um málið, og eftir atkvæðagreiðslu þar væri komin niðurstaða: Þrír fulltrúar studdu tillögu Ágústar Ólafs um að hann skipaði 2. sæti listans. 4 fulltrúar greiddu atkvæði gegn veru Ágústar í 2. sæti á listanum. Þessar 7 manneskjur greiddu atkvæði í umboði allra í fulltrúaráðinu. Það er því eðlilegt að flokksmenn, sem skipa fulltrúaráðið spyrji hvern einn af þessum 7, hvernig greiddir þú atkvæði í mínu umboði? Sjö manna hópurinn. Til að auðvelda þá eftirgrennslan birti ég hér nöfn 7 manna hópsins. Þau eru Margrét Sigrún Björnsdóttir, Stefán Benediktsson, Kristín Erna Arnardóttir. Til viðbótar við þessi þrjú nöfn eru önnur fjögur. Þau eru Mörður Árnason, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir og að lokum, Hörður Oddfríðarson, formaður stjórnar fulltrúaráðsins, sem ákvað og stýrði þessu verklagi. Ef þetta stjórnarfólk hefur kjark til að segja þér kæri flokksmaður hvernig það fór með umboð þitt í atkvæðagreiðslu í 7 manna hópnum. Þá vitum við hvaða 4 manneskjur ákváðu að hreinsa þingmann og tvo varaþingmenn af framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík-Suður. Valdaránið skar undan lýðræðinu í nefndinni. Eftir situr nú sú spurning af hverju 7 manna hópurinn var látinn greiða atkvæði um Ágúst Ólaf í 2 sæti. Af hverju var 14 manna upstillingarnefndinni neitað um að greiða atkvæði um 2. sæti listans? Svarið er skýrt: Fjórmenningaklíkan vissi, að hún hafði ekki meirihluta í 14 manna nefndinni. Þess vegna var þessi gjörningur valdarán í skjóli stjórnar fulltrúaráðsins í Reykjavík. Það mun valda okkur í Samfylkingunni skaða til margra ára. Eftirmáli. Ég var aðili að þeim einhug að velja forystusætin í báðum kjördæmum í Rvk. Helgu Völu og Kristrúnu Frostadóttur. Það gerði ég með glöðu geði og tilhlökkun til baráttunnar. Enda hef ég alla mína ævi stutt jafnaðarmenn og geri enn. Ég man að það flaug í huga mér þá, að kannski væri ég nú að taka þátt í að velja þann Makkabea, sem jafnaðarmenn hafa vonast eftir. Enn segir mér svo hugur að þannig verði það. En gleðin var ekki langvinn. Hún hrundi fyrir atbeina fjögurra einstaklinga í flokknum. Ég og fleiri bentum strax á , að ef efstu sæti framboðsins yrðu hreinsuð út með þeim hætti, sem til stóð, þá myndi það óhjákvæmilega bitna á fylgi flokksins í kosningum. Svarið var lýsandi: „Hafðu ekki áhyggjur af því Birgir, það er næstum ár í kosningarnar, þá verða allir búnir að gleyma hvernig listinn varð til“. Ég get ekki og vil ekki samþykkja, að óréttlátur gjörningur réttlætist með tímanum. Ég get ekki og vil ekki þegja yfir því, að sú smán, sem Samfylkingin hlýtur af þessu máli öllu er ekki hennar sök. Heldur örfárra eistaklinga, sem níddust á lýðræðinu í hennar skjóli. Ég get ekki og vil ekki kjósa aðra flokka, og er því ósáttur við minn eina kost, að sitja heima. Það er erfitt og sárt að skrifa þessa grein og vita af andúð og gremju margra vina og félaga. Ég treysti mér þó að rísa undir því. En ég treysti mér ekki að rísa undir því að hafa skömm á sjálfum mér þann tíma, sem ég á eftir að halda sönsum mínum. En þannig yrði það ef ég þegi nú. Það vita allir, að ef enginn segir neitt þá breytist ekkert. Því sit ég hér og skrifa þessa dapurlegu grein, og get ekki annað. Höfundur er í flokksstjórn og stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Birgir Dýrfjörð Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Valdarán í Samfylkingunni skar undan lýðræðinu. Gerendurnir beittu vélabrögðum. Samkvæmt skoðanakönnun Gallup um áramótin mældist Samfylkingin í Reykjavík-Suður með 22% fylgi undir forystu Ágústar Ólafs og Jóhönnu Vigdísar. Hún mældist þá stærsti flokkurinn. Í dag mælist flokkurinn í Gallup könnun með 12% fylgi. Það er fjallstórt fylgishrun. Eðlilega leitar flokksfólk og almenningur skýringa. Hvernig gat þetta gerst, hvað kom fyrir? Af hverju hefur helmingur kjósenda skipt um skoðun og hætt við að kjósa flokkinn? Af hverju hrannast upp vitneskja um fólk, sem tók þátt í að stofna Samfylkinguna. Fólk sem hefur alla tíð stutt hana og unnið að framgangi hennar af heilindum, og með von í brjósti. Af hverju segir þetta fólk nú að það geti ekki kosið Samfylkinguna í Reykjavík. Og ef það fari á kjörstað muni það skila auðum seðli. Hvað veldur? Af hverju hafa þúsundir kjósenda snúið baki við Samfylkingunni. Ég held að hreinsanirnar eftir áramótin valdi mestu um fylgistapið, og ekki bætir úr þegar forustufólk flokksins, klippir eigin vængi, og svarar blákalt með hroka í fjölmiðlum, að brotthvarf Ágústar Ólafs, Jóhönnu Vigdísar og Einars Kárasonar af framboðslista skipti engu máli um fylgi flokksins. Mörgum þykir þetta vitgrannur dómur um frábær störf þessara ágætu félaga okkar. Minn þáttur í ruglinu. Kunnugt er að ég sat í 14 manna uppstillingarnefnd, og sagði mig frá henni með bægslagangi og greinaskrifum í fjölmiðlum um það, sem ég leyfði mér að kalla pólitískar hreinsanir Ég hef orðið mjög var við, að skrif mín um það, sem ég kallaði hreinsanir valdaklíku í Reykjavík, hafa sáð efasemdum um heilindi klíkunnar við hagsmuni flokksins. Gerandameðvirkir flokkshestar. Síðustu mánuði hef ég mjög oft verið sakaður um, að vilja bara skaða Samfylkinguna. Aumasta birtingarmynd þeirra ásakana eru „Gerandameðvirkir“ flokkshestar: Við eigum ekki að gagnrýna Flokkinn. Hann þarf á samheldni að halda. Við eigum að standa saman. Segja þeir. Það er rétt við eigum að standa saman, - en um hvað? Um það að virða og verja dýrmæta boðbera jafnaðarstefnunnar, - eða um það að rægja og níða flokksfólk, sem talar móti pólitískum hreinsunum, eins og ég og mikill fjöldi annarra hafa gert? Verkefni 14 manna uppstillingarnefndar. Uppstillingarnefnd átti að setja saman „Sigurstranglega“ framboðslista fyrir komandi kosningar Á fyrsta fundi um skipan listanna skýrði ég frá, að mér væri kunnugt um skoðanakönnun frá Gallup, sem sýndi að í Reykjavík-Suður mældist Samfylkingin stærsti flokkurinn með 22% fylgi. Þingmaðurinn Ágúst Ólafur og varaþingmenn, væru því að mati kjósenda besta framboðið. Ég skýrði frá hvar hægt væri að fá þessa könnun staðfesta, og óskaði eftir að formaður uppstillingarnefndar leitaði eftir þeirri staðfestingu. Það gerði hann. Hann sendi tvo fulltúa sína úr nefndinni á fund þess, sem staðfest gat að könnun Gallup sýndi, að Samfylkingin væri stærsti flokkurinn í Reykjavík-Suður. Með 22% fylgi. Dylgjur um skoðanakönnun. Það hefur síðan veri dylgjað um það á vef flokksins að þessi könnun,sem Birgir tali um, hafi aldrei verið gerð og spurt er hvar hún hafi birst. Það segir kannski eitthvað um það, við hverja er að fást í þessu máli, að sá maður, er mest hefur dylgjað á vef flokksins um sannleikann kringum þessa könnun og spurt hvar hún hafi verið birt. Hann er einmitt annar þeirra fulltrúa, sem formaðurinn sendi til að afla staðfestingar á, að rétt væri frá sagt um könnun Gallup. Hann staðfesti svo í eigin persónu frammi fyrir uppstillingarnefndinni að frásögn Birgis væri rétt. Það fólk sveifst einskis. Þegar ég áttaði mig á verklaginu, og hvað stæði til, þá sagði ég mig frá uppstillingunni. Mér var þá orðið ljóst það, sem allir vita og sjá í dag, að þar var að verki fólk, sem var ákveðið í því að hreinsa efstu sætin af framboðslistanum. Það fólk sveifst einskis. Hvernig voru vélabrögðin brugguð? Ráðendur í stjórn fulltrúaráðsins í Reykjavík settu það inn í verklagsreglur 14 manna uppstillingarnefndar, að ef ekki næðist einhugur um öll nöfn á framboðslistum, þá skildi uppstillingin tekin úr höndum 14 manna hópsins, og þess í stað ættu kjörnir fulltrúar í stjórn fulltrúaráðsins að ráða skipan framboðanna. Það er 7 manna hópur. Það var leynivopnið. Eftir útgöngu mína var 14 manna hópnum tilkynnt, að 7 manna hópurinn hefði fjallað um málið, og eftir atkvæðagreiðslu þar væri komin niðurstaða: Þrír fulltrúar studdu tillögu Ágústar Ólafs um að hann skipaði 2. sæti listans. 4 fulltrúar greiddu atkvæði gegn veru Ágústar í 2. sæti á listanum. Þessar 7 manneskjur greiddu atkvæði í umboði allra í fulltrúaráðinu. Það er því eðlilegt að flokksmenn, sem skipa fulltrúaráðið spyrji hvern einn af þessum 7, hvernig greiddir þú atkvæði í mínu umboði? Sjö manna hópurinn. Til að auðvelda þá eftirgrennslan birti ég hér nöfn 7 manna hópsins. Þau eru Margrét Sigrún Björnsdóttir, Stefán Benediktsson, Kristín Erna Arnardóttir. Til viðbótar við þessi þrjú nöfn eru önnur fjögur. Þau eru Mörður Árnason, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sólveig Ásgrímsdóttir og að lokum, Hörður Oddfríðarson, formaður stjórnar fulltrúaráðsins, sem ákvað og stýrði þessu verklagi. Ef þetta stjórnarfólk hefur kjark til að segja þér kæri flokksmaður hvernig það fór með umboð þitt í atkvæðagreiðslu í 7 manna hópnum. Þá vitum við hvaða 4 manneskjur ákváðu að hreinsa þingmann og tvo varaþingmenn af framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík-Suður. Valdaránið skar undan lýðræðinu í nefndinni. Eftir situr nú sú spurning af hverju 7 manna hópurinn var látinn greiða atkvæði um Ágúst Ólaf í 2 sæti. Af hverju var 14 manna upstillingarnefndinni neitað um að greiða atkvæði um 2. sæti listans? Svarið er skýrt: Fjórmenningaklíkan vissi, að hún hafði ekki meirihluta í 14 manna nefndinni. Þess vegna var þessi gjörningur valdarán í skjóli stjórnar fulltrúaráðsins í Reykjavík. Það mun valda okkur í Samfylkingunni skaða til margra ára. Eftirmáli. Ég var aðili að þeim einhug að velja forystusætin í báðum kjördæmum í Rvk. Helgu Völu og Kristrúnu Frostadóttur. Það gerði ég með glöðu geði og tilhlökkun til baráttunnar. Enda hef ég alla mína ævi stutt jafnaðarmenn og geri enn. Ég man að það flaug í huga mér þá, að kannski væri ég nú að taka þátt í að velja þann Makkabea, sem jafnaðarmenn hafa vonast eftir. Enn segir mér svo hugur að þannig verði það. En gleðin var ekki langvinn. Hún hrundi fyrir atbeina fjögurra einstaklinga í flokknum. Ég og fleiri bentum strax á , að ef efstu sæti framboðsins yrðu hreinsuð út með þeim hætti, sem til stóð, þá myndi það óhjákvæmilega bitna á fylgi flokksins í kosningum. Svarið var lýsandi: „Hafðu ekki áhyggjur af því Birgir, það er næstum ár í kosningarnar, þá verða allir búnir að gleyma hvernig listinn varð til“. Ég get ekki og vil ekki samþykkja, að óréttlátur gjörningur réttlætist með tímanum. Ég get ekki og vil ekki þegja yfir því, að sú smán, sem Samfylkingin hlýtur af þessu máli öllu er ekki hennar sök. Heldur örfárra eistaklinga, sem níddust á lýðræðinu í hennar skjóli. Ég get ekki og vil ekki kjósa aðra flokka, og er því ósáttur við minn eina kost, að sitja heima. Það er erfitt og sárt að skrifa þessa grein og vita af andúð og gremju margra vina og félaga. Ég treysti mér þó að rísa undir því. En ég treysti mér ekki að rísa undir því að hafa skömm á sjálfum mér þann tíma, sem ég á eftir að halda sönsum mínum. En þannig yrði það ef ég þegi nú. Það vita allir, að ef enginn segir neitt þá breytist ekkert. Því sit ég hér og skrifa þessa dapurlegu grein, og get ekki annað. Höfundur er í flokksstjórn og stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar