Hvenær kemur röðin að mér, mamma? Ég skal reyna að deyja ekki á meðan Árdís R. Einarsdóttir skrifar 4. september 2021 08:31 Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvenær kemur röðin að mér spyr barnið? Bíddu bara rólegur og reyndu að vera ekki sjálfu þér og öðrum að ama á meðan segir samfélagið við það, því geðræn vandamál eru jú bara hálfpartinn hluti af heilbrigðiskerfinu Geturu ímyndað þér þá kvöl í hjarta og huga barns sem fær ekki útskýringu við sínum kvilla, meðan samnemendur geta fengið plástur á hné, gifs á brot þegar þau eiga um sárt að binda? Þessi kvöl er átakanleg, og hún er ekki tímabundin líkt og skráma á hné. Kvölin, vonleysið, niðurbrotið og önnur keðjuverkandi áhrif eru daglegar endurtekningar. Engin myndi samþykkja að barn fengi að ganga um með blæðandi sár, sem augljóst væri að myndi ekki lagast án hjálpar, það væri flokkað sem vanræksla, allir eru sammála um það ekki satt? Sálfræði- og geðlæknaþjónusta er einstaklingum með ADHD jafn nauðsynleg og súrefnið sem við öndum að okkur, ekki myndum við sætta okkur við að þurfa að bíða í röð eftir því að fá aðgang að súrefni, og svo þegar röðin væri loksins komin að okkur, við komin í andnauð og sjáum fram á að lífið fjari mögulega út hvað á hverju. Þá fengjum við þá vitneskju að aðgangur að súrefnisgrímunni kostaði reyndar 18.000 kr hver tími. Þetta hljómar kannski eins og súrealísk samlíking, en hún er það ekki í augum þeirra sem þarfnast þessarar þjónustu, þrá þessa þjónustu, þetta er raunveruleiki þeirra sem þurfa aðstoð í geðheilbrigðiskerfinu Ef sálfræðiþjónusta yrði gerð jafn aðgengileg eins og samþykkt var einróma á Alþingi í lok síðasta árs, þá værum við að sjá stórkostlegar samfélagslegar breytingar. Færri afbrot, minnkuð notkun áfengis og vímuefna ungmenna, færri sjálfsvíg.. Viljum við ekki öll að fólkinu okkar líði sem best? Höfundur er verkefnastjóri fræðslumála hjá ADHD samtökunum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar