Segir Ísak Bergmann hafi valið rétt og að FCK muni græða: „Munu selja hann fyrir hærri upphæð en þeir greiddu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2021 12:02 Ísak Bergmann í leik með íslenska landsliðinu. DeFodi Images/Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti og efnilegasti leikmaður Svíþjóðar, samdi við FC Kaupmannahöfn á dögunum. Sænski miðillinn Sportbladet fór ofan í saumana á því hvernig einn eftirsóttasti leikmaður efstu deildar endaði í Danmörku. „Fyrst Danir geta selt leikmenn fyrir 100 til 200 milljónir sænskra króna þá ættu sænsk lið að geta það líka,“ segir í upphafi greinar Sportbladet um sölu Ísaks Bergmanns. Nafni hans, Alexander Isak, er nefndur sem undantekningin sem sannar regluna. Sá leikur í dag með Real Sociedad á Spáni. Jonathan Levi, fyrrum samherji Ísaks Bergmanns hjá Norrköping, var viss um að Skagamaðurinn ungi yrði seldur á metfé. „Ég vona, og trúi, að við sjáum nýtt met. Hann ætti að vera seldur fyrir meira en 100 milljónir sænskra króna. Hann er ótrúlegur leikmaður og persónuleiki,“ sagði Levi í viðtali við Sportbladet í október á síðasta ári. Sænski miðillinn ákvað að leita svara við þeirri spurningu hvernig einn eftirsóttasti leikmaður Svíþjóðar endaði í Danmörku. Til þess fengu þeir Norðmanninn Stig Torbjörnsen í viðtal. Sá starfar fyrir Norrköping og hefur mótað innkaupastefnu liðsins undanfarin ár. Hann er því ein helsta ástæða þess að fjöldi Íslendinga er á mála hjá félaginu. Ákveðið stigveldi innan Norðurlanda „Það dreymir öllum um að fá gull og græna skóga fyrir leikmenn sína. Það er samt ákveðið stigveldi innan Norðurlanda og fólk þarf að átta sig á því. Í Noregi eru góðir leikmenn seldir fyrir rúmlega 20-25 milljónir sænskra króna. Í Svíþjóð eru leikmenn seldir á 30 til 60 milljónir sænskra króna en í Danmörku eru félög að selja leikmenn fyrir 100, 150 eða jafnvel 200 milljónir sænskra króna,“ segir Torbjörnsen. Ein sænsk króna eru 14,82 íslenskar krónur á núverandi gengi. Ísak Bergmann var seldur á rúmlega 50 milljónir sænskra króna eða nokkuð yfir 700 milljónir íslenskra króna. Miðað við það sem Torbjörnsen segir geta dönsk félög selt leikmenn á vel yfir milljarð íslenskra króna. Mohamed Daramy er nefndur sem dæmi en Ajax keypti hann á fyrir rúmlega 150 milljónir sænskra króna í sumar. Þá fór Kamaldeen Sulemana frá Nordsjælland til Rennais í Frakklandi fyrir allt að 200 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen segir það einfaldlega vera upphæðir sem sjáist ekki í Svíþjóð. Danmörk á toppnum „Danmörk er einfaldlega betri knattspyrnuþjóð heldur en hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ sagði Torbjörnsen og andvarpaði. Svíþjóð er í öðru sæti og þar á eftir kemur Noregur bætti hann svo við. Hann bendir einnig á að danska A og U-21 árs landsliðið ásamt stærstu liðum Danmerkur séu einfaldlega í öðrum gæðaflokki en önnur lið á Norðurlöndunum. Þar skiptir sköpum að erlendir fjárfestar sem og ríkir einstaklingar heima fyrir geti fjárfest í félögunum og í raun stýrt þeim. „Danir eru með fjögur lið í Evrópukeppnunum þremur. Svíþjóð og Noregur eru með eitt hvort. Fólk blótar því að við höfum selt Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar en FCK hefur verið í Evrópu nær statt og stöðugt í 15 til 20 ár. Malmö á skilið mikið hrós fyrir afrek sín en önnur lið í sænsku úrvalsdeildinni eru ekki á þeim stað.“ "Hade inte sålt honom för 30 miljoner"https://t.co/1Y11gda2FS— Sportbladet (@sportbladet) September 1, 2021 Torbjörnsen gagnrýndi einnig blaðamenn fyrir fréttaflutning sinn. Það að stórlið Evrópu hafi mætt og fylgst með Ísaki Bergmanni þýðir ekki að hann hafi verið á leið þangað fyrir fúlgur fjár. „Njósnarar stærstu liða Evrópu heimsækja öll stórliðin á Norðurlöndunum. Þau vilja fá staðfestingu á því hvort leikmenn séu jafn góðir og orðrómarnir segja til um. Ef leikmaður á svo slakan leik þegar njósnarinn mætir fara þeir bara í „Áhugaverðir leikmenn“ möppuna. Það er mjög langur vegur frá því að njósnari komi á leik og þangað til leikmaður er seldur.“ Segir Ísak Bergmann hafa valið rétt „Ég skil að stuðningsfólk vilji selja leikmenn fyrir eins háa upphæð og mögulegt er. En hvað ef þau tilboð koma ekki, hvað gerist þá? Fólk var að spyrja sig af hverju hann fór ekki til Chelsea en fyrir leikmann á borð við Ísak Bergmann er betra að fara í smærra lið á þessum tímapunkti.“ „Holland er góður kostur en FC Kaupmannahöfn er klárlega betri kostur. Félagið er mun betra og stærra en flest félög Hollands fyrir utan stórliðin. FCK vinnur Groningen í sjö af tíu skiptum og spilar næstum alltaf í Evrópu.“ „FCK mun selja hann fyrir hærri upphæð en þeir borguðu okkur. Þannig virkar stigveldið.“ Norðmaðurinn Jens Petter Hauge er nefndur á nafn í tengslum við sölur leikmanna frá Norðurlöndunum. Hann fór frá Bodø/Glimt til AC Milan á 40 milljónir sænskra króna. Hann fékk lítið að spila í Mílanó og var á endanum seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Eintracht Frankfurtá 120 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen nefnir einnig hvernig leikmenn frá Afríku fara nær aldrei beint til stórliða í Evrópu. Kamaldeen Sulemana verandi nýjasta dæmið en hann kemur frá Ghana. „Stórliðin hafa efni á því að bíða, svo þegar leikmaðurinn hefur sýnt sig og sannað þá eru þau tilbúin að fjárfesta í þeim.“ Norrköping er góður stökkpallur Þó Norrköping geti ekki selt leikmenn á sama verði og félög í Danmörku þá er félagið góður stökkpallur fyrir leikmenn sem vilja ná lengra á sínum ferli. Á undanförnum árum hefur félagið verið duglegt að selja leikmenn fyrir 30-50 milljónir sænskra króna. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson (Venezia, á láni frá CSKA Moskvu), Pontus Almqvist (Rostov), Niclas Eliasson (Nîmes), Jordan Larsson (Spartak Moskva) og Sead Hakšabanović (Rubin Kazan) hafa allir verið seldir út fyrir landsteinana. Allir nema Eliasson fóru frá Norrköping til Rússlands. „Þetta er ekki heppni. Við höfum skapað ákveðna ímynd hjá Norrköping. Við seljum leikmenn fyrir slíkar upphæðir því við sækjum leikmenn sem við teljum að verði góðar söluvörur þegar fram líða stundir. Þó það sé jákvætt þá vinnum við innan ákveðins stigveldi. Það er ákveðið þak á þeirri upphæð sem við getum fengið fyrir leikmennina okkar.“ Langt í land Það er enn töluvert í að sænsk félög geti selt leikmenn fyrir jafn háar upphæðir og gengur og gerist í Danmörku. „Okkur dreymir um að ná Danmörku en það er ekki svo auðvelt, hvorki fyrir okkur né Noreg. Verð leikmanna í Danmörku mun hækka í framtíðinni, félög þar í landi gætu selt leikmann fyrir 250 milljónir á meðan við getum selt fyrir 80 milljónir. Munurinn á milli deildanna mun því áfram vera sá sami,“ sagði Torbjörnsen að lokum í ítarlegu viðtali sínu við Sportbladet í Svíþjóð. Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
„Fyrst Danir geta selt leikmenn fyrir 100 til 200 milljónir sænskra króna þá ættu sænsk lið að geta það líka,“ segir í upphafi greinar Sportbladet um sölu Ísaks Bergmanns. Nafni hans, Alexander Isak, er nefndur sem undantekningin sem sannar regluna. Sá leikur í dag með Real Sociedad á Spáni. Jonathan Levi, fyrrum samherji Ísaks Bergmanns hjá Norrköping, var viss um að Skagamaðurinn ungi yrði seldur á metfé. „Ég vona, og trúi, að við sjáum nýtt met. Hann ætti að vera seldur fyrir meira en 100 milljónir sænskra króna. Hann er ótrúlegur leikmaður og persónuleiki,“ sagði Levi í viðtali við Sportbladet í október á síðasta ári. Sænski miðillinn ákvað að leita svara við þeirri spurningu hvernig einn eftirsóttasti leikmaður Svíþjóðar endaði í Danmörku. Til þess fengu þeir Norðmanninn Stig Torbjörnsen í viðtal. Sá starfar fyrir Norrköping og hefur mótað innkaupastefnu liðsins undanfarin ár. Hann er því ein helsta ástæða þess að fjöldi Íslendinga er á mála hjá félaginu. Ákveðið stigveldi innan Norðurlanda „Það dreymir öllum um að fá gull og græna skóga fyrir leikmenn sína. Það er samt ákveðið stigveldi innan Norðurlanda og fólk þarf að átta sig á því. Í Noregi eru góðir leikmenn seldir fyrir rúmlega 20-25 milljónir sænskra króna. Í Svíþjóð eru leikmenn seldir á 30 til 60 milljónir sænskra króna en í Danmörku eru félög að selja leikmenn fyrir 100, 150 eða jafnvel 200 milljónir sænskra króna,“ segir Torbjörnsen. Ein sænsk króna eru 14,82 íslenskar krónur á núverandi gengi. Ísak Bergmann var seldur á rúmlega 50 milljónir sænskra króna eða nokkuð yfir 700 milljónir íslenskra króna. Miðað við það sem Torbjörnsen segir geta dönsk félög selt leikmenn á vel yfir milljarð íslenskra króna. Mohamed Daramy er nefndur sem dæmi en Ajax keypti hann á fyrir rúmlega 150 milljónir sænskra króna í sumar. Þá fór Kamaldeen Sulemana frá Nordsjælland til Rennais í Frakklandi fyrir allt að 200 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen segir það einfaldlega vera upphæðir sem sjáist ekki í Svíþjóð. Danmörk á toppnum „Danmörk er einfaldlega betri knattspyrnuþjóð heldur en hinar Norðurlandaþjóðirnar,“ sagði Torbjörnsen og andvarpaði. Svíþjóð er í öðru sæti og þar á eftir kemur Noregur bætti hann svo við. Hann bendir einnig á að danska A og U-21 árs landsliðið ásamt stærstu liðum Danmerkur séu einfaldlega í öðrum gæðaflokki en önnur lið á Norðurlöndunum. Þar skiptir sköpum að erlendir fjárfestar sem og ríkir einstaklingar heima fyrir geti fjárfest í félögunum og í raun stýrt þeim. „Danir eru með fjögur lið í Evrópukeppnunum þremur. Svíþjóð og Noregur eru með eitt hvort. Fólk blótar því að við höfum selt Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar en FCK hefur verið í Evrópu nær statt og stöðugt í 15 til 20 ár. Malmö á skilið mikið hrós fyrir afrek sín en önnur lið í sænsku úrvalsdeildinni eru ekki á þeim stað.“ "Hade inte sålt honom för 30 miljoner"https://t.co/1Y11gda2FS— Sportbladet (@sportbladet) September 1, 2021 Torbjörnsen gagnrýndi einnig blaðamenn fyrir fréttaflutning sinn. Það að stórlið Evrópu hafi mætt og fylgst með Ísaki Bergmanni þýðir ekki að hann hafi verið á leið þangað fyrir fúlgur fjár. „Njósnarar stærstu liða Evrópu heimsækja öll stórliðin á Norðurlöndunum. Þau vilja fá staðfestingu á því hvort leikmenn séu jafn góðir og orðrómarnir segja til um. Ef leikmaður á svo slakan leik þegar njósnarinn mætir fara þeir bara í „Áhugaverðir leikmenn“ möppuna. Það er mjög langur vegur frá því að njósnari komi á leik og þangað til leikmaður er seldur.“ Segir Ísak Bergmann hafa valið rétt „Ég skil að stuðningsfólk vilji selja leikmenn fyrir eins háa upphæð og mögulegt er. En hvað ef þau tilboð koma ekki, hvað gerist þá? Fólk var að spyrja sig af hverju hann fór ekki til Chelsea en fyrir leikmann á borð við Ísak Bergmann er betra að fara í smærra lið á þessum tímapunkti.“ „Holland er góður kostur en FC Kaupmannahöfn er klárlega betri kostur. Félagið er mun betra og stærra en flest félög Hollands fyrir utan stórliðin. FCK vinnur Groningen í sjö af tíu skiptum og spilar næstum alltaf í Evrópu.“ „FCK mun selja hann fyrir hærri upphæð en þeir borguðu okkur. Þannig virkar stigveldið.“ Norðmaðurinn Jens Petter Hauge er nefndur á nafn í tengslum við sölur leikmanna frá Norðurlöndunum. Hann fór frá Bodø/Glimt til AC Milan á 40 milljónir sænskra króna. Hann fékk lítið að spila í Mílanó og var á endanum seldur til þýska úrvalsdeildarfélagsins Eintracht Frankfurtá 120 milljónir sænskra króna. Torbjörnsen nefnir einnig hvernig leikmenn frá Afríku fara nær aldrei beint til stórliða í Evrópu. Kamaldeen Sulemana verandi nýjasta dæmið en hann kemur frá Ghana. „Stórliðin hafa efni á því að bíða, svo þegar leikmaðurinn hefur sýnt sig og sannað þá eru þau tilbúin að fjárfesta í þeim.“ Norrköping er góður stökkpallur Þó Norrköping geti ekki selt leikmenn á sama verði og félög í Danmörku þá er félagið góður stökkpallur fyrir leikmenn sem vilja ná lengra á sínum ferli. Á undanförnum árum hefur félagið verið duglegt að selja leikmenn fyrir 30-50 milljónir sænskra króna. Leikmenn á borð við Arnór Sigurðsson (Venezia, á láni frá CSKA Moskvu), Pontus Almqvist (Rostov), Niclas Eliasson (Nîmes), Jordan Larsson (Spartak Moskva) og Sead Hakšabanović (Rubin Kazan) hafa allir verið seldir út fyrir landsteinana. Allir nema Eliasson fóru frá Norrköping til Rússlands. „Þetta er ekki heppni. Við höfum skapað ákveðna ímynd hjá Norrköping. Við seljum leikmenn fyrir slíkar upphæðir því við sækjum leikmenn sem við teljum að verði góðar söluvörur þegar fram líða stundir. Þó það sé jákvætt þá vinnum við innan ákveðins stigveldi. Það er ákveðið þak á þeirri upphæð sem við getum fengið fyrir leikmennina okkar.“ Langt í land Það er enn töluvert í að sænsk félög geti selt leikmenn fyrir jafn háar upphæðir og gengur og gerist í Danmörku. „Okkur dreymir um að ná Danmörku en það er ekki svo auðvelt, hvorki fyrir okkur né Noreg. Verð leikmanna í Danmörku mun hækka í framtíðinni, félög þar í landi gætu selt leikmann fyrir 250 milljónir á meðan við getum selt fyrir 80 milljónir. Munurinn á milli deildanna mun því áfram vera sá sami,“ sagði Torbjörnsen að lokum í ítarlegu viðtali sínu við Sportbladet í Svíþjóð.
Fótbolti Danski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki