„Ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 11:23 Iceland Airwaves hefur iðulega verið vel sótt og lífgað upp á borgina. Svo verður ekki í ár. Vísir/andri marinó Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar. „Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur. Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
„Það eru tveir mánuðir í hátíð og við vorum með tólf tónleikastaði bókaða og 130 bönd, þar af 65 frá útlöndum og allir þurfa að vita hvort sé hægt að halda hátíðina eða ekki,“ segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu, sem sér um hátíðina. Frá og með morgundeginum mega 500 koma saman í rými sýni allir fram á niðurstöðu hraðprófs. Fólk verður þó að vera í númeruðum sætum og þurfa að bera grímur þar til það sest niður. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er enginn vilji hjá yfirvöldum að leyfa að svona viðburður megi fara fram. Þannig að við neyddumst til að kasta inn handklæðinu en þetta er alveg gríðarlega sorglegt,“ segir Ísleifur. Hann segir íslensku tónlistarsenuna líða fyrir frestunina. „Þetta er náttúrulega bara algjör tragedía fyrir íslenska tónlist. Íslensk tónlist á hverju ári hverfist í kring um Iceland Airwaves. Undir venjulegum kringumstæðum væru öll böndin núna að gefa út nýja tónlist og við værum að heyra endalaus af nýrri tónlist verða til og nýjum böndum að verða til.“ „Það er bara verið að ganga af íslenskri tónlist dauðri.“ Hann furðar sig á því að reglurnar séu enn svona strangar hér á landi. „Maður myndi halda þegar við erum 90 prósent bólusett, og það er svo sem alveg hægt að setja skilyrði að bara bólusett fólk megi mæta,“ segir Ísleifur. „Ef við erum að tala um hraust og heilbrigt fólk sem er þar að auki sent í skyndipróf þá er erfitt að átta sig á því að það þurfi allar þessar hömlur ofan á það.“ „Ég myndi segja að núna er það ekki vírusinn sem er vandamálið heldur stefnuleysi yfirvalda. og það virðist ekki vera neinn vilji að koma þessum hlutum í gang aftur,“ segir Ísleifur.
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Airwaves Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira