Telja rétt kvenna til þungunarrofs afnuminn í skjóli nætur Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 07:01 Dómararnir níu við Hæstarétt Bandaríkjanna. Frá vinstri í efri röð: Brett Kavanaugh, Elena Kagan, Neil Gorsuch og Amy Coney Barrett. Frá vinstri í neðri röð: Samuel Alito, Clarence Thomas, John Roberts, Stephen Breyer og Sonia Sotomayor. Vísir/EPA Ákvörðun íhaldssamra dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna um að fella ekki úr gildi lög í Texas sem banna þungunarrof nær undantekningarlaust þrátt fyrir að þau virðist stangast á við dómafordæmi sætir harðri gagnrýni. Dómararnir eru sakaðir um að afnema grundvallarrétt kvenna í skjóli nætur. Konur í Bandaríkjunum hafa verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs frá tímamótadómi hæstaréttar í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade frá 1973 og fleiri dómum sem fallið hafa síðan. Allar götur síðan hefur dómafordæmið verið fleinn í holdi kristilegra íhaldsmanna. Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins, þar sem andstaða gegn þungunarrofi er eitt af grunngildum flokksins, hafa látið reyna á hversu langt rétturinn nær með því að samþykkja alls kyns takmarkanir á starfsemi heilbrigðisstofnana sem framkvæma þungunarof undanfarin ár. Naumur íhaldssamur meirihluti í hæstarétti sá í gegnum fingur sér með margar þeirra undanfarin ár en alríkisdómstólar hafa þó talið sum lög sem ríki hafa sett ganga of langt. Þar á meðal eru svonefnd „hjartsláttarlög“. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa samþykkt slík lög sem banna þungunarrof eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur. Skilgreining þeirra þýðir að þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu þrátt fyrir að margar konur viti alls ekki að þær séu óléttar svo snemma. Alríkisdómstólar hafa fellt öll slík úr gildi áður en þau gátu tekið gildi. Það er að segja þar til í vikunni þegar hjartsláttarlög Texas áttu að taka gildi. Vísuðu í „flókin og nýstárleg“ réttarfarsleg álitamál Líkt og í öllum hinum ríkjunum sem samþykktu hjartsláttarlög höfðuðu heilsugæslustöðvar sem framkvæmda þungunarrof mál til þess að koma í veg fyrir að lögin í Texas tækju gildi. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar laganna biðu eftir því að Hæstiréttur skæri úr um hvort að lögin fengju að öðlast gildi á meðan fjalla væri um lögmæti þeirra. Leið og beið en ekkert bólaði á viðbrögðum frá Hæstarétti. Þegar 1. september rann upp hafði ekkert heyrst frá æðsta dómstóli landsins og því tóku lögin gildi. Það var ekki fyrr en seint í fyrrakvöld sem rétturinn gaf út tveggja blaðsíðna álit þar sem fimm dómarar af níu höfnuðu því að stöðva gildistöku laganna. Enginn var skráður höfundur meirihlutaálitsins. Að mati meirihlutans sýndu stefnendurnir ekki fram á nauðsyn þess að stöðva gildistöku laganna í ljósi „flókinna og nýstárlegra“ réttarfarslegra álitamála. Í álitinu sagði að ákvörðunin byggði þó ekki á neinni niðurstöðu um hvort að Texas-lögin stæðust stjórnarskrá og málaferli vegna þeirra halda áfram. Þrátt fyrir það markar ákvörðun dómaranna um að leyfa lögunum að taka gildi tímamót í stríðinu sem hefur geisað um þungunarrof í Bandaríkjunum um áratugaskeið. Lögin í Texas eru nú þau ströngustu í landinu. Allt að 90% þungunarrofs sem var gert þar fyrir bannið var eftir sjöttu viku. Stuðningsfólk réttar kvenna til þungunarrofs segir að bannið þýði að mörgum heilsugæslustöðvum sem gera aðgerðina verði væntanlega lokað í framhaldinu. Bannið þýðir í reynd að dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi rétt á þungunarrofi áður en fóstur er lífvænlegt og að ríki megi ekki takmarka hann of mikið hafi verið afnumið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að lögin í Texas væru öfgafull og að þau brytu klárlega gegn dómafordæmi Hæstaréttar. Konur á ríkisþingi Texas reyndu að andæfa frumvarpinu um bann við þungunarrof í maí. Repúblikanar sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins samþykktu frumvarpið og Greg Abbott ríkisstjóri staðfesti það.AP/Eric Gay Hönnuð til að gera stefnendum erfitt fyrir Íhaldsmennirnir fimm sem mynduðu meirihluta í álitinu, þau Clarence Thomas, Samuel Alito, Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett, vísuðu til lagatæknilegra ástæða fyrir því að þau treystu sér ekki til að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi í Texas. Repúblikanar í Texas sömdu lögin nefnilega sérstaklega til þess að gera alríkisdómstólum og stefnendum erfiðara fyrir að stöðva gildistöku þeirra. Þannig eru það ekki embættismönnum Texas-ríkis sem er falið að framfylgja lögunum heldur geta almennir borgarar kært þá sem aðstoða konur við að komast í þungunarrof. Þetta þýðir að mögulega verður ekki hægt að láta reyna á hvort lögin standast stjórnarskrá fyrr en almennur Texas-búi beitir þeim og stefndi skýtur málinu til hæstaréttar. Þangað til verði bannið í gildi. „Við erum eyðilögð yfir því að Hæstiréttur hafi neitað að stöðva lög sem brjóta blygðunarlaust gegn Roe gegn Wade,“ sagði Nancy Northup, forseti Miðstöðvar æxlunarréttinda (CRR) sem er einn hópanna sem höfðaði málið í Texas, við Washington Post. Lögin veita engar undanþágur vegna sifjaspells eða nauðgana. Ekki er hægt að kæra konur sem fara í þungunarrof í trássi við lögin en allir aðrir sem „aðstoða eða styðja“ konur til þess mega eiga von á lögsókn. Jafnvel Uber-bílstjóri sem keyrir konu í aðgerð gæti átt von á að vera kærður, að sögn New York Times. Segir Texas gera borgarana að „mannaveiðurum“ Forseti Hæstaréttar, íhaldsmaðurinn John Roberts, tók afstöðu með frjálslyndu dómurunum þremur og vildi stöðva gildistöku laganna á meðan alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Dómararnir fjórir skiluðu allir séráliti. Minnihlutinn var harðorður í gagnrýni sinni á íhaldsmennina. Sonia Sotomayor sagði álit réttarins sláandi. „Þegar fyrir honum liggur beiðni um að lögbann á lög sem brjóta svívirðilega gegn stjórnarskrá og eru hönnuð til að banna konum að nýta sér stjórnarskrárvarinn réttindi sín og komast hjá eftirliti dómstóla hefur meirihluti dómaranna ákveðið að grafa höfuðið í sandinn,“ skrifaði Sotomayor. Sotomayor: "The Act is a breathtaking act of defiance ... The Court should not be so content to ignore its constitutional obligations to protect not only the rights of women, but also the sanctity of its precedents and of the rule of law." https://t.co/elazEg3xdZ pic.twitter.com/HF2UGe3w1Q— Mark Joseph Stern (@mjs_DC) September 2, 2021 Gagnrýndi hún meðdómara sína fyrir að lúffa fyrir lagaflækjum sem Texas-ríki sjálft skapaði og umbuna klækjum sem er ætlað að komast undan aðhaldi dómstóla. „Það getur ekki verið tilfellið að ríki geti vikið sér undan eftirliti alríkisdómstóla með því að útvista framfylgd laga sem stríða gegn stjórnarskrá til borgara sinna,“ sagði í áliti Sotomayor. Þeir Texas-búar sem tilkynna brot á þungunarrofslögunum geta átt rétt á allt að tíu þúsund dollara umbun, jafnvirði hátt í 1,3 milljóna íslenskra króna. „Í reynd hefur ríkisþing Texas gert íbúa ríkisins að mannaveiðurum og boðið þeim peningaverðlaun fyrir að höfða einkamál vegna læknisaðgerða nágranna sinna,“ skrifaði Sotomayor. Annað prófmál í haust Að framtíð réttar kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs sé nú í tvísýnu kemur ekki á óvart. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, skipaði þrjá dómara við réttinn á kjörtímabili sínu og nú mynda íhaldsmenn öruggan meirihluta við réttinn, sex gegn þremur. Því hafa kristilegir íhaldsmenn iðað í skinninu að hanna lagafrumvörp sem þrengja að rétti kvenna til að ráða eigin líkama eða afnema hann nánast með öllu gagngert með það fyrir augum að reynt verði á lögmæti þeirra fyrir Hæstarétti. Með öruggan meirihluta íhaldsmanna sem er andsnúin þungunarrofi við réttinn vonast þeir til að fordæmi Roe gegn Wade verði afnumið. Binda andstæðingar þungunarrofs vonir til þess að Hæstiréttur nýti tækifærið að snúa fordæminu við strax í haust þegar hann tekur fyrir bann Mississippi-ríkis vegna þungunarrofs eftir fimmtándu viku. Verði sú raunin gætu ríki þar sem repúblikanar eru við völd bannað eða takmarkað verulega þungunarrof án afskipta alríkisdómstóla. Texas er eitt nokkurra ríkja sem er þegar með lög sem banna allt þungunarrof verði dómafordæmi Hæstaréttar snúið við. Aðgerðin yrði áfram lögleg í þeim ríkjum þar sem frjálslyndir demókratar hafa alla jafna meirihluta á ríkisþingi. Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Konur í Bandaríkjunum hafa verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs frá tímamótadómi hæstaréttar í máli sem kennt hefur verið við Roe gegn Wade frá 1973 og fleiri dómum sem fallið hafa síðan. Allar götur síðan hefur dómafordæmið verið fleinn í holdi kristilegra íhaldsmanna. Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins, þar sem andstaða gegn þungunarrofi er eitt af grunngildum flokksins, hafa látið reyna á hversu langt rétturinn nær með því að samþykkja alls kyns takmarkanir á starfsemi heilbrigðisstofnana sem framkvæma þungunarof undanfarin ár. Naumur íhaldssamur meirihluti í hæstarétti sá í gegnum fingur sér með margar þeirra undanfarin ár en alríkisdómstólar hafa þó talið sum lög sem ríki hafa sett ganga of langt. Þar á meðal eru svonefnd „hjartsláttarlög“. Fjöldi ríkja þar sem repúblikanar fara með völd hafa samþykkt slík lög sem banna þungunarrof eftir að „hjartsláttur“ fósturs er greinanlegur. Skilgreining þeirra þýðir að þungunarrof er í reynd bannað eftir sjöttu viku meðgöngu þrátt fyrir að margar konur viti alls ekki að þær séu óléttar svo snemma. Alríkisdómstólar hafa fellt öll slík úr gildi áður en þau gátu tekið gildi. Það er að segja þar til í vikunni þegar hjartsláttarlög Texas áttu að taka gildi. Vísuðu í „flókin og nýstárleg“ réttarfarsleg álitamál Líkt og í öllum hinum ríkjunum sem samþykktu hjartsláttarlög höfðuðu heilsugæslustöðvar sem framkvæmda þungunarrof mál til þess að koma í veg fyrir að lögin í Texas tækju gildi. Bæði stuðningsmenn og andstæðingar laganna biðu eftir því að Hæstiréttur skæri úr um hvort að lögin fengju að öðlast gildi á meðan fjalla væri um lögmæti þeirra. Leið og beið en ekkert bólaði á viðbrögðum frá Hæstarétti. Þegar 1. september rann upp hafði ekkert heyrst frá æðsta dómstóli landsins og því tóku lögin gildi. Það var ekki fyrr en seint í fyrrakvöld sem rétturinn gaf út tveggja blaðsíðna álit þar sem fimm dómarar af níu höfnuðu því að stöðva gildistöku laganna. Enginn var skráður höfundur meirihlutaálitsins. Að mati meirihlutans sýndu stefnendurnir ekki fram á nauðsyn þess að stöðva gildistöku laganna í ljósi „flókinna og nýstárlegra“ réttarfarslegra álitamála. Í álitinu sagði að ákvörðunin byggði þó ekki á neinni niðurstöðu um hvort að Texas-lögin stæðust stjórnarskrá og málaferli vegna þeirra halda áfram. Þrátt fyrir það markar ákvörðun dómaranna um að leyfa lögunum að taka gildi tímamót í stríðinu sem hefur geisað um þungunarrof í Bandaríkjunum um áratugaskeið. Lögin í Texas eru nú þau ströngustu í landinu. Allt að 90% þungunarrofs sem var gert þar fyrir bannið var eftir sjöttu viku. Stuðningsfólk réttar kvenna til þungunarrofs segir að bannið þýði að mörgum heilsugæslustöðvum sem gera aðgerðina verði væntanlega lokað í framhaldinu. Bannið þýðir í reynd að dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi rétt á þungunarrofi áður en fóstur er lífvænlegt og að ríki megi ekki takmarka hann of mikið hafi verið afnumið. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að lögin í Texas væru öfgafull og að þau brytu klárlega gegn dómafordæmi Hæstaréttar. Konur á ríkisþingi Texas reyndu að andæfa frumvarpinu um bann við þungunarrof í maí. Repúblikanar sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins samþykktu frumvarpið og Greg Abbott ríkisstjóri staðfesti það.AP/Eric Gay Hönnuð til að gera stefnendum erfitt fyrir Íhaldsmennirnir fimm sem mynduðu meirihluta í álitinu, þau Clarence Thomas, Samuel Alito, Neil Gorsuch, Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett, vísuðu til lagatæknilegra ástæða fyrir því að þau treystu sér ekki til að koma í veg fyrir að lögin tækju gildi í Texas. Repúblikanar í Texas sömdu lögin nefnilega sérstaklega til þess að gera alríkisdómstólum og stefnendum erfiðara fyrir að stöðva gildistöku þeirra. Þannig eru það ekki embættismönnum Texas-ríkis sem er falið að framfylgja lögunum heldur geta almennir borgarar kært þá sem aðstoða konur við að komast í þungunarrof. Þetta þýðir að mögulega verður ekki hægt að láta reyna á hvort lögin standast stjórnarskrá fyrr en almennur Texas-búi beitir þeim og stefndi skýtur málinu til hæstaréttar. Þangað til verði bannið í gildi. „Við erum eyðilögð yfir því að Hæstiréttur hafi neitað að stöðva lög sem brjóta blygðunarlaust gegn Roe gegn Wade,“ sagði Nancy Northup, forseti Miðstöðvar æxlunarréttinda (CRR) sem er einn hópanna sem höfðaði málið í Texas, við Washington Post. Lögin veita engar undanþágur vegna sifjaspells eða nauðgana. Ekki er hægt að kæra konur sem fara í þungunarrof í trássi við lögin en allir aðrir sem „aðstoða eða styðja“ konur til þess mega eiga von á lögsókn. Jafnvel Uber-bílstjóri sem keyrir konu í aðgerð gæti átt von á að vera kærður, að sögn New York Times. Segir Texas gera borgarana að „mannaveiðurum“ Forseti Hæstaréttar, íhaldsmaðurinn John Roberts, tók afstöðu með frjálslyndu dómurunum þremur og vildi stöðva gildistöku laganna á meðan alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Dómararnir fjórir skiluðu allir séráliti. Minnihlutinn var harðorður í gagnrýni sinni á íhaldsmennina. Sonia Sotomayor sagði álit réttarins sláandi. „Þegar fyrir honum liggur beiðni um að lögbann á lög sem brjóta svívirðilega gegn stjórnarskrá og eru hönnuð til að banna konum að nýta sér stjórnarskrárvarinn réttindi sín og komast hjá eftirliti dómstóla hefur meirihluti dómaranna ákveðið að grafa höfuðið í sandinn,“ skrifaði Sotomayor. Sotomayor: "The Act is a breathtaking act of defiance ... The Court should not be so content to ignore its constitutional obligations to protect not only the rights of women, but also the sanctity of its precedents and of the rule of law." https://t.co/elazEg3xdZ pic.twitter.com/HF2UGe3w1Q— Mark Joseph Stern (@mjs_DC) September 2, 2021 Gagnrýndi hún meðdómara sína fyrir að lúffa fyrir lagaflækjum sem Texas-ríki sjálft skapaði og umbuna klækjum sem er ætlað að komast undan aðhaldi dómstóla. „Það getur ekki verið tilfellið að ríki geti vikið sér undan eftirliti alríkisdómstóla með því að útvista framfylgd laga sem stríða gegn stjórnarskrá til borgara sinna,“ sagði í áliti Sotomayor. Þeir Texas-búar sem tilkynna brot á þungunarrofslögunum geta átt rétt á allt að tíu þúsund dollara umbun, jafnvirði hátt í 1,3 milljóna íslenskra króna. „Í reynd hefur ríkisþing Texas gert íbúa ríkisins að mannaveiðurum og boðið þeim peningaverðlaun fyrir að höfða einkamál vegna læknisaðgerða nágranna sinna,“ skrifaði Sotomayor. Annað prófmál í haust Að framtíð réttar kvenna í Bandaríkjunum til þungunarrofs sé nú í tvísýnu kemur ekki á óvart. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, skipaði þrjá dómara við réttinn á kjörtímabili sínu og nú mynda íhaldsmenn öruggan meirihluta við réttinn, sex gegn þremur. Því hafa kristilegir íhaldsmenn iðað í skinninu að hanna lagafrumvörp sem þrengja að rétti kvenna til að ráða eigin líkama eða afnema hann nánast með öllu gagngert með það fyrir augum að reynt verði á lögmæti þeirra fyrir Hæstarétti. Með öruggan meirihluta íhaldsmanna sem er andsnúin þungunarrofi við réttinn vonast þeir til að fordæmi Roe gegn Wade verði afnumið. Binda andstæðingar þungunarrofs vonir til þess að Hæstiréttur nýti tækifærið að snúa fordæminu við strax í haust þegar hann tekur fyrir bann Mississippi-ríkis vegna þungunarrofs eftir fimmtándu viku. Verði sú raunin gætu ríki þar sem repúblikanar eru við völd bannað eða takmarkað verulega þungunarrof án afskipta alríkisdómstóla. Texas er eitt nokkurra ríkja sem er þegar með lög sem banna allt þungunarrof verði dómafordæmi Hæstaréttar snúið við. Aðgerðin yrði áfram lögleg í þeim ríkjum þar sem frjálslyndir demókratar hafa alla jafna meirihluta á ríkisþingi.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59
Þungunarrof óheimilt eftir um sex vikna meðgöngu í Texas Ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum tóku gildi í Texas í dag eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aðhafðist ekkert til þess að stöðva gildistöku þeirra. Lögin banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. 1. september 2021 07:40