Iceland Airwaves frestað til ársins 2022 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2021 10:00 Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022. Vísir Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“ Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Eftir að delta-afbrigðiði svokallaða barst hingað til lands hafa samkomutakmarkanir verið í gildi. Samkvæmt tilkynningu frá Senu, sem sér um hátíðina, gefa þessar takmarkanir lítið færi á að halda hátíð eins og Iceland Airwaves. „Allt varðandi framkvæmd og aðgengi tónleikagesta að skyndiprófum er ennþá óljóst. Allir aðrir viðburðir (standandi og án prófa), eru áfram takmarkaðir við 200 manns á hverju svæði,“ segir í tilkynningunni. Nú mega 500 koma saman en gestir verða að vera í númeruðum sætum, mega ekki snúa andspænis hvor öðrum og verða að bera grímur þar til sest er í sætin og verða að geta sýnt fram á hraðpróf með niðurstöðum innan tveggja sólarhringa frá upphafi viðburðar. „Hækkun takmörkunar upp í 500 manns í númeruð sæti með innleiðingu hraðaprófa er vissulega skref í rétta átt en þessar takmarkanir eru augljóslega hamlandi fyrir stærri, standandi viðburði og gera það útilokað að framkvæma viðburði á borð við Iceland Airwaves.“ Fram kemur í tilkynningunni að miðahafar sem vilji sækja Iceland Airwaves á næsta ári þurfi ekkert að aðhafast, miðinn gildi áfram. Þeir sem vilji óska eftir endurgreiðslu megi hafa samband við Tix fyir föstudaginn 17. september. „Við hvetjum miðahafa til að halda miðunum sínum. Þessi frestun hefur ekki bara áhrif á Iceland Airwaves heldur allan íslenska tónlistargeirann. Með því að halda miðanum styður þú við bakið á íslenskri tónlist, sem er í sárum þessa dagana,“ segir í tilkynningunni. „Hvað varðar dagskrána fyrir 2022 þá munu samtöl eiga sér stað við hvern flytjanda fyrir sig. Við vonum að flestir sem búið var að bóka og tilkynna verði með á næsta ári. Þetta verður nánar staðfest og tilkynnt við fyrsta tækifæri.“
Tónlist Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Airwaves Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira