Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum Snorri Másson skrifar 1. september 2021 19:41 Jóhannes Loftsson segir að undirskriftasöfnunin hjá Ábyrgri framtíð fari hægt af stað, en sé þó öll að taka við sér. Hann hitti stuðningsmenn að máli á kaffihúsi í Kringlunni í dag. Vísir/Einar Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19. Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira