Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Tinna Traustadóttir og Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifa 1. september 2021 10:01 Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Samkeppnismál Tinna Traustadóttir Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun