Endurheimtum réttindin! Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 1. september 2021 09:30 Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Haraldur Ingi Haraldsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi ríkistjórn hefur sett staðfest heimsmet í skerðingum á ellilífeyrisþega og öryrkja. Þetta hefur komið fram í rannsóknum prófessors Stefáns Ólafssonar fyrir stéttarfélagið Eflingu. Hvergi í heiminum er jafn grimmilegum skerðingum beitt eins og á Íslandi. Þessu fylgir eitthvað harðasta og smásmugulegasta eftirlitskerfi sem um getur. Því mætti líkja við smáriðna loðnunót á meðan eftirlitskerfi hinna ríku mætti líkja við botnvörpu með tuttugu metra möskvastærð. Fyrir 1991 voru lægstu laun skattfrjáls og eftirlaun voru skerðingarfrjáls. Við sósíalistar viljum endurheimta þau réttindi sem láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar höfðu fyrir 1991 þegar nýfrjálshyggjunni var sleppt lausri í samfélaginu okkar. Auðmannadekur ríkistjórnarinnar Þetta athæfi endurspeglast í uppstyttulausu auðmannadekri. Núverandi ríkistjórn hefur lækkað veiðigjöld úr tæpum tólf þúsund miljónum í tæplega fimm þúsund. Ríkistjórnin, í okkar, nafni greiðir fyrir margvíslega þjónustu við greifanna þannig að nettó er þjóðin að fá innan við 100 miljónir í veiðigjald af auðlindinni. Ríkistjórnin fær svipað út úr því að leggja skatta á fólk sem reykir eins og veiðigjald á sægreifanna aflar. Það eru ekki lengur til lýsingarorð til að lýsa þessari stjórnarstefnu. Þessi spegilmynd er dæmi um viðhorf og hún er dæmi um þá frumstæðu hugmyndafræði að samfélagið hagnist á því að sem mestur auður safnist á fár hendur og hinar stóru stéttir almennra launamanna, bótaþega og öryrkja þurfi að standa undir sífellt hrörnandi velferðarkerfi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við völd í 26 ár af síðustu 30 árum – Framsókn hefur setið með honum í tæp 25 ár. Þetta bákn er þeirra verk. Forystufólk VG hefur svo bæst í hópinn af miklum dugnaði og þessir þrír flokkar ætla sér að halda hópinn og eru ákveðnir í að keyra áfram þessa stefnu. Ykkar vopn gegn þessari eyðandi stjórnarstefnu er Sósíalistaflokkurinn, Við viljum að: Allar skerðingar á ellilífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins verði afnumdar. Þau fáu tilfelli auðmanna sem þurfa í raun ekki á ellilífeyri að halda munu endurgreiða hann í gegnum hátekjuskatt. Upphæð ellilífeyris muni ávallt fylgja meðal lágmarkslaunum í landinu, Greiðslur úr lífeyrissjóðum verði sveigjanlegar. Húsnæðismál eldri borgara verði stokkuð upp. Þetta verði tryggt með öflugri uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir eldri borgara í byggðakjörnum sem eru með alhliða þjónustu fyrir alla sem þar búa. Eins verði gert stór átak í byggingu hjúkrunarheimila fyrir þá sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Sósíalistar vilja samfélag sem er byggt upp á samvinnu fólks, vinskap og trausti, en ekki á samkeppni og braski þar sem ótti við framtíðina bíður við hvert horn og áhyggjur af ævikvöldinu eru allsráðandi. Samhyggja í stað sérhyggju. XJ á kjördag. Höfundur skipar 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar