Chelsea rétt náði að koma Saúl inn fyrir lokun | Allt það helsta á lokadegi gluggans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2021 08:30 Saúl er mættur til Lundúna. David S. Bustamante/Getty Images Lokadagur félagaskiptagluggans í Evrópu lokaði á miðnætti í nótt, aðfaranótt miðvikudags. Mikið af félögum náðu rétt svo að koma leikmönnum inn eða út áður en hurðin lokaðist og bíða hefði þurft fram í janúar. Spánarmeistarar Atlético Madríd voru með puttana í stærstu félagaskiptum gærdagsins. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez var lánaður til Evrópumeistara Chelsea. Borgar enska félagið fjórar milljónir evra fyrir leikmanninn út leiktíðina. Það getur svo keypt hinn 26 ára gamla Saúl á 35 milljónir evra næsta sumar, þegar lánstíminn rennur út. They left it late, but got it done — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2021 Atlético sótti svo franska landsliðsmanninn Antoine Griezmann til Barcelona. Þau félagaskipti komu verulega á óvart þar sem talið var að Griezmann yrði í stóru hlutverki hjá Börsungum eftir brotthvarf Lionel Messi. Þá eru einnig aðeins tvö ár síðan Atlético seldi leikmanninn til Barcelona fyrir himinháaupphæð. Hann náði þó aldrei að sýna sitt rétta andlit í Katalóní og var í gærkvöldi lánaður til Atlético út tímabilið. Félagið getur svo keypt hann á 40 milljónir evra næsta sumar þegar lánssamningurinn rennur út. Official. Completed and after the final drama. #DeadlineDayAntoine Griezmann joins Atletico Madrid.Luuk de Jong joins Barcelona.Saúl Niguez joins Chelsea.Craziest transfer market ever is finally over. pic.twitter.com/aZdnUkSdAx— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2021 Til að fylla skarð Griezmann ákvað Barcelona að sækja Luuk de Jong. Þessi 31 árs gamli Hollendingur kemur á láni frá Sevilla. Spænski bakvörðurinn Héctor Bellerín hefur yfirgefið Lundúnir, tímabundið allavega, en Arsenal lánaði kappann til Real Betis út tímabilið. Þessi 26 ára gamli bakvörður hafði ekki komið við sögu hjá Arsenal það sem af er tímabili þrátt fyrir að spila 25 deildarleiki á síðustu leiktíð. Svo virðist sem Betis sé ekki með forkaupsrétt á honum að láninu loknu. Bellerín er ekki einu hægri bakvörðurinn sem yfirgefur Lundúnir en Tottenham Hotspur rifti samningi Serge Aurier. Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur leikið með Tottenham frá árinu 2017 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann er nú frjáls ferða sinna og hefur verið orðaður við nýliða Watford. Í öðrum fréttum þá fór spænski landsliðsmaðurinn Pablo Sarabia til Sporting á láni frá París Saint-Germain. Nuno Mendes fór í hina áttina, það er á láni frá Sporting til PSG. Franska félagið ku borga fjórar milljónir evra fyrir lánið og getur svo keypt hann á 40 milljónir evra næsta sumar. Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace, sótti landa sinn Odsonne Edouard frá Celtic. Þessi 23 ára gamli framherji hefur raðað inn mörkum með Celtic undanfarin ár og vonast Vieira til að hann geri slíkt hið sama í ensku úrvalsdeildinni. Rafa og Rondón eru sameinaðir á ný.Laurence Griffiths/Getty Images Að lokum sótti Rafa Benitez Salomón Rondón til Everton. Verður þetta þriðja félagið sem þeir starfa saman hjá. Rondon lékm eð Newcastle United á láni þegar Benitez var stjóri þar. Spánverjinn fékk svo framherjann til Kína þegar hann þjálfaði Dalian þar í landi og nú er hann mættur til Liverpool-borgar. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. 31. ágúst 2021 23:00 Griezmann á leið aftur til Atlético Madrid Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið til Atlético Madrid frá Barcelona. Hann gekk til liðs við Börsunga frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum. 31. ágúst 2021 22:31 Enn eitt risatilboð í Mbappé | Forráðamenn PSG svöruðu ekki í símann Franski framherjinn Kylian Mbappé verður áfram í herbúðum franska stórveldisins PSG, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Real Madrid að fá hann í sínar raðir. Madrídingar buðu 189 milljónir punda í leikmanninn í dag, en forráðamenn PSG svöruðu ekki í símann. 31. ágúst 2021 22:00 Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvasdeildinni frá sænska liðinu Norrköping. 31. ágúst 2021 21:51 Rúnar Alex genginn til lið við OH Leuven Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er gegninn til liðs við belgíska félagið OH Leuven á láni frá Arsenal. 31. ágúst 2021 20:32 Tottenham fær bakvörð frá Barcelona Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans. 31. ágúst 2021 20:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Spánarmeistarar Atlético Madríd voru með puttana í stærstu félagaskiptum gærdagsins. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez var lánaður til Evrópumeistara Chelsea. Borgar enska félagið fjórar milljónir evra fyrir leikmanninn út leiktíðina. Það getur svo keypt hinn 26 ára gamla Saúl á 35 milljónir evra næsta sumar, þegar lánstíminn rennur út. They left it late, but got it done — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2021 Atlético sótti svo franska landsliðsmanninn Antoine Griezmann til Barcelona. Þau félagaskipti komu verulega á óvart þar sem talið var að Griezmann yrði í stóru hlutverki hjá Börsungum eftir brotthvarf Lionel Messi. Þá eru einnig aðeins tvö ár síðan Atlético seldi leikmanninn til Barcelona fyrir himinháaupphæð. Hann náði þó aldrei að sýna sitt rétta andlit í Katalóní og var í gærkvöldi lánaður til Atlético út tímabilið. Félagið getur svo keypt hann á 40 milljónir evra næsta sumar þegar lánssamningurinn rennur út. Official. Completed and after the final drama. #DeadlineDayAntoine Griezmann joins Atletico Madrid.Luuk de Jong joins Barcelona.Saúl Niguez joins Chelsea.Craziest transfer market ever is finally over. pic.twitter.com/aZdnUkSdAx— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2021 Til að fylla skarð Griezmann ákvað Barcelona að sækja Luuk de Jong. Þessi 31 árs gamli Hollendingur kemur á láni frá Sevilla. Spænski bakvörðurinn Héctor Bellerín hefur yfirgefið Lundúnir, tímabundið allavega, en Arsenal lánaði kappann til Real Betis út tímabilið. Þessi 26 ára gamli bakvörður hafði ekki komið við sögu hjá Arsenal það sem af er tímabili þrátt fyrir að spila 25 deildarleiki á síðustu leiktíð. Svo virðist sem Betis sé ekki með forkaupsrétt á honum að láninu loknu. Bellerín er ekki einu hægri bakvörðurinn sem yfirgefur Lundúnir en Tottenham Hotspur rifti samningi Serge Aurier. Þessi 28 ára gamli leikmaður hefur leikið með Tottenham frá árinu 2017 en þar áður lék hann með París Saint-Germain. Hann er nú frjáls ferða sinna og hefur verið orðaður við nýliða Watford. Í öðrum fréttum þá fór spænski landsliðsmaðurinn Pablo Sarabia til Sporting á láni frá París Saint-Germain. Nuno Mendes fór í hina áttina, það er á láni frá Sporting til PSG. Franska félagið ku borga fjórar milljónir evra fyrir lánið og getur svo keypt hann á 40 milljónir evra næsta sumar. Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace, sótti landa sinn Odsonne Edouard frá Celtic. Þessi 23 ára gamli framherji hefur raðað inn mörkum með Celtic undanfarin ár og vonast Vieira til að hann geri slíkt hið sama í ensku úrvalsdeildinni. Rafa og Rondón eru sameinaðir á ný.Laurence Griffiths/Getty Images Að lokum sótti Rafa Benitez Salomón Rondón til Everton. Verður þetta þriðja félagið sem þeir starfa saman hjá. Rondon lékm eð Newcastle United á láni þegar Benitez var stjóri þar. Spánverjinn fékk svo framherjann til Kína þegar hann þjálfaði Dalian þar í landi og nú er hann mættur til Liverpool-borgar.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. 31. ágúst 2021 23:00 Griezmann á leið aftur til Atlético Madrid Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið til Atlético Madrid frá Barcelona. Hann gekk til liðs við Börsunga frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum. 31. ágúst 2021 22:31 Enn eitt risatilboð í Mbappé | Forráðamenn PSG svöruðu ekki í símann Franski framherjinn Kylian Mbappé verður áfram í herbúðum franska stórveldisins PSG, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Real Madrid að fá hann í sínar raðir. Madrídingar buðu 189 milljónir punda í leikmanninn í dag, en forráðamenn PSG svöruðu ekki í símann. 31. ágúst 2021 22:00 Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvasdeildinni frá sænska liðinu Norrköping. 31. ágúst 2021 21:51 Rúnar Alex genginn til lið við OH Leuven Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er gegninn til liðs við belgíska félagið OH Leuven á láni frá Arsenal. 31. ágúst 2021 20:32 Tottenham fær bakvörð frá Barcelona Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans. 31. ágúst 2021 20:31 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Sjá meira
Arsenal sótti varnarmann á lokametrum gluggans Arsenal krækti í japanska varnarmanninn Takehiro Tomiyasu frá ítalska félaginu Bologna á lokametrum félagsskiptagluggans í kvöld. Lundúnaliðið greiðir í kringum 23 milljónir evra fyrir leikmanninn. 31. ágúst 2021 23:00
Griezmann á leið aftur til Atlético Madrid Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann er á leið til Atlético Madrid frá Barcelona. Hann gekk til liðs við Börsunga frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum. 31. ágúst 2021 22:31
Enn eitt risatilboð í Mbappé | Forráðamenn PSG svöruðu ekki í símann Franski framherjinn Kylian Mbappé verður áfram í herbúðum franska stórveldisins PSG, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Real Madrid að fá hann í sínar raðir. Madrídingar buðu 189 milljónir punda í leikmanninn í dag, en forráðamenn PSG svöruðu ekki í símann. 31. ágúst 2021 22:00
Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvasdeildinni frá sænska liðinu Norrköping. 31. ágúst 2021 21:51
Rúnar Alex genginn til lið við OH Leuven Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er gegninn til liðs við belgíska félagið OH Leuven á láni frá Arsenal. 31. ágúst 2021 20:32
Tottenham fær bakvörð frá Barcelona Brasilíski bakvörðurinn Emerson Royal er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur. Emerson skrifar undir fimm ára samning, en Lundúnaliðið greiðir um 30 milljónir evra fyrir þjónustu hans. 31. ágúst 2021 20:31