Sáttmáli við hin óbornu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. ágúst 2021 12:54 Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þessar kosningar leggur Samfylkingin áherslu á málefni fjölskyldunnar – hvernig svo sem hún er í laginu. Við tölum um húsnæðismálin, barnabæturnar, fæðingarorlofið ... við tölum um kjör og aðbúnað eldra fólks: þessi gömlu góðu baráttumál jafnaðarmanna, sem þeim hefur tekist að þoka áfram í rétta átt þessar fimmtán mínútur í senn sem þeir hafa komist að við landstjórnina án þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar neitunarvald. Og við tölum um loftslagsmálin. Þau eru nefnilega líka málefni fjölskyldunnar, málefni okkar hér og nú, ekki einhverra annarra og ekki einhver staðar í fjarskanum. Þau snerta okkur því loftslagsbreytingar af mannavöldum gerast nú í rauntíma, eins og öfgar í veðurfari vitna um. Þau snerta þá afkomendur okkar og fjölskyldumeðlimi sem enn eru ófæddir. Við þurfum að gera sáttmála við þau. Ef við gerum það ekki verður arfleifð okkar sú að hafa brugðist þeim. Við getum ekki samið við náttúruöflin. Ef við röskum loftslaginu, veðrakerfinu og hafið súrnar er engin önnur leið sem dugar en að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Klukkan tifar. Samfylkingin hefur mótað skýra stefnu í þessum málum og raunhæfa. Hún er meira að segja svo raunhæf og góð að Vinstri græn tóku hana upp um daginn og gerðu að sinni – gott hjá þeim – færðust frá fyrri markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 um 29% og upp í 60% eins og Samfylkingin hafði þá þegar kynnt. Munurinn á okkur og Vg í þessu er hins vegar sá að þau telja að þessum markmiðum verði náð fram með Sjálfstæðisflokkinn við völd en okkur í Samfó langar að leiða saman þau og aðra umbótaflokka og mynda ríkisstjórn um loftslagsmálin og önnur þjóðþrifamál – önnur fjölskyldumál. Hvorki formaður Sjálfstæðisflokksins né Framsóknarflokksins hafa tekið undir fyrirheit Forsætisráðherra um 40% samdrátt – hvað þá 60%. Við höfum talað um alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Raunhæfar aðgerðir sem hægt er að ráðast í ef viiljinn er fyrir hendi. Og við höfum sett fram markmið okkar í tíu liðum: í fyrsta lagi ætlum við að lögfesta að minnsta kosti 60% samdrátt í losun gróðurhúsaloftttegunda fyrir árið 2030, miðað við 2005 og tryggja fjármagn í þá umbreytingu svo hún verði réttlát og sjálfbær og skilvirk. Við ætlum að flýta borgarlínu og byggja upp raunverulegar almenningssamgöngur. Alltof lengi höfum við litið á almenningssamgöngur sem neyðarbrauð en ekki sjálfsögð réttindi og flottan kost fyrir nútímafólk vill komast fljótt og vel milli staða. Við ætlum líka að gera hjólreiðar enn fýsilegri kost um allt land, en á undanförnum árum hefur orðið algjör sprenging í því að fólk nýti sér þennan holla og skemmtilega farkost. Við ætlum að ráðast í umbætur á landbúnaðarkerfinu, ekki til að draga úr stuðningi við bændur heldur til að skapa hvata til að snúa sér að umhverfisvænni framleiðslu. Við viljum hætta að skilyrða styrki við framleiðslu á kjöti og mjólk og ýta frekar undir og styðja loftslagsverkefni, kolefnisbindingu með breyttri landnotkun, endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt þar sem hún á við. Við ætlum að banna notkun og flutninga á svartolíu innan 12 mílna landhelgi Íslands. Við ætlum að rafvæða hafnirnar og banna olíuborun í íslenskri efnahagslögsögu. Við ætlum að styðja við tæknilausnir og hugvit sem beinist að kolefnisföngun og kolefnisförgun – styrkja nýsköpun á borð við Carbfix. Og við ætlum að hafa hátt á alþjóðavettvangi, sem land grænnar orku, sem ætlast til þess af öðrum þjóðum að þær geri allt sem í þeirra valdi stendur til að bjarga mannkyni og lífríki Jarðar úr þeim bráðavanda sem blasir við að mati vísindamanna. Þá verðum við líka að gera allt sem í okkar valdi stendur. Sumt af því kann að vera bölvað vesen, og kann að líta út sem fórnir, þó að ég sé sannfærður um að mannlegu hugviti séu engin takmörk sett og ótal lausnir séu til þó að þær hafi enn ekki verið fundnar – enn ekki fæðst, frekar en þeir fjölskyldumeðlimir okkar sem munu þurfa að súpa seyðið af dáðleysi okkar ef við leggjumst ekki á eitt núna. Því það er ekki um annað að ræða en að taka höndum saman og gera sáttmála við hin óbornu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun