Bensíni með blýi útrýmt í heiminum Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2021 10:33 Alsír var síðasta ríkið til að hætta notkun blýblandaðs bensíns. AP/Anis Belghoul Ekkert land í heiminum notar lengur bensín með blýi til að knýja bifreiðar eftir að síðustu dropar þess kláruðust í Alsír í júlí. Blýi var blandað út í bensíni í hátt í heila öld þrátt fyrir að það mengaði loft, jarðveg og vatn. Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því. Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Nær öll þróuð ríki höfðu bannað bensín með blýi á 9. áratug síðustu aldar þar sem það getur valdið hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli auk þess sem það hefur verið tengt við heilaskaða í börnum. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna segir að rannsóknir sýni að blýið hafi valdið milljónum ótímabærra dauðsfalla og skert greind barna. Tugir þjóða héldu samt áfram að blanda blýi í bensín langt fram á þessa öld. Norður-Kórea, Búrma og Afganistan hættu sölu á eldsneytinu árið 2016. Írak, Jemen og Alsír hafa nú hætt notkun þess sömuleiðis. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir útrýmingu blýblandaðs bensíns alþjóðlegan sigur sem muni koma í veg fyrir fleiri en milljón ótímabær dauðsföll á hverju ári. Byrjað var að blanda blýi út í bensín til að bæta afköst bílvéla á þriðja áratug síðustu aldar. Fljótlega komu þó fram vísbendingar um það ógnaði heilsu fólks. Fimm starfsmenn olíuhreinsistöðvar bandaríska olíufélagsins Standard Oil létust og tugir voru lagðir inn á sjúkrahús með flogaeinkenni árið 1924, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður var haldið áfram að blanda blýi út í eldsneyti um allan heim fram á 8. áratuginn. Janet McCabe, varaforstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), segir AP-fréttastofunni að magn blýs í blóði fólks hafi hríðfallið eftir að bensín með blýi var bannað þar í landi. Blýblandað bensín er enn notað á litlar flugvélar. McCabe segir að EPA vinni að því með flugmálayfirvöldum að taka á því.
Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira