Bóluefnið frá Astra Zeneca verður í boði á föstudögum, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Börn á aldrinum 12 til 15 ára þurfa að mæta í fylgd forráðamanns.
Þeir sem eru ekki með íslenska kennitölu þurfa fyrst að skrá sig með því að senda tölvupóst á bolusetning@heilsugaeslan.is.
„Fram þarf að koma: Nafn, fæðingardagur og ár, kyn, upprunaland, netfang og helst íslenskt GSM símanúmer til að taka við SMS boði. Ef einstaklingur er hálfbólusettur þurfa upplýsingar um bóluefni og tímasetningu að fylgja. Einstaklingur án íslenskrar kennitölu má ekki mæta í bólusetningu fyrr en staðfesting á skráningu í bólusetningarkerfið hefur borist,“ segir á vef heilsugæslunnar.
Örvunarskammtar eru í boði fyrir þá sem fengu Janssen fyrir meira en 28 dögum og einstaklinga 60 ára og eldri, ef sex mánuðir eru liðnir frá seinni skammti.