Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2021 08:01 Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið og veiðigjaldið er sitt hvor hliðin á sama peningi. Kvótakerfið er heimild útgerða til að veiða ákveðinn hluta leyfilegs afla og veiðigjaldið er árgjaldið sem greitt er, enda eðlilegt að greitt sé fyrir aðgang að takmarkaðri náttúruauðlind. Þessu er oft hrært saman. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt, greinin er gífurlega ábatasöm og sjálfbærni fiskistofna er staðreynd. Okkur hefur ekki tekist eins vel til við að semja um sanngjarna skiptingu ábatans á milli eigenda og kvótahafa. Markmið laga um veiðigjald eru að gjaldið skuli standa undir kostnaði ríkisins og tryggja þjóðinni sanngjarna hlutdeild í afkomu þeirra sem fá að nýta sjávarauðlind Íslendinga. Í lögunum segir: „Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.“ Veiðigjaldið byggir því á tveimur stoðum, útlögðum kostnaði ríkisins annars vegar og sanngjarnri hlutdeild hins vegar. Það er varla í anda þessa markmiðs að reikna veiðigjaldið einvörðungu sem ákveðið hlutfall af aflaverðmæti útgerðarinnar. Kostnaður ríkisins við að halda utan um kerfið ræðst af öðrum þáttum en aflaverðmæti. Hluta veiðigjaldsins ætti því að miða út frá kostnaði ríkisins við að halda úti eftirliti, öryggi, rannsóknum og alls þess sem til fellur en ágóðahluti þjóðarinnar má vera tengdur aflaverðmæti hvers árs. Stór meirihluti þjóðarinnar vill sanngjarnari skiptingu þess auðs sem sjávarútvegurinn skapar. Nýleg könnun sýnir að 77 prósent þjóðarinnar vilji að greitt sé markaðsgjald fyrir aflaheimildir. Það er því undarlegt að útgerðin vilji ekki leggja sitt af mörkum til að vinna að sameiginlegri sátt um sjávarútveginn. Hættan er alltaf fyrir hendi að gremja landsmanna aukist um of og upp komi sú staða að kvótakerfið verði endurskipulagt út frá heift í stað skynsemi. Þá er voðinn vís bæði fyrir útgerð og þjóð. Hugmyndir Viðreisnar eru hófsamar og til þess fallnar að skapa langþráða sátt um þessa höfuðatvinnugrein landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar