„Við höfum þungar áhyggjur af stöðu mála og viljum á fundinum fá skýr svör um til hvaða aðgerða sambandið hyggst grípa,“ segir talsmaður Landsbankans.
Greint var frá því í nóvember í fyrra að Landsbankinn og KSÍ hefðu skrifað undir áframhaldandi samstarfssamning til fjögurra ára. Í tilkynningu sem birtist á vef KSÍ sagði meðal annars að bankinn myndi veita KSÍ „aðstoð og ráðgjöf við mótun stefnu í samfélagslegri ábyrgð sambandsins“.
Icelandair, N1 og Coca-Cola á Íslandi hafa einnig krafið KSÍ svara og aðgerða.