Fundu minjar frá landnámi um fiskverkun á Seyðisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 30. ágúst 2021 22:44 Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur. Arnar Halldórsson Fornleifafræðingar sem vinna við uppgröft í Seyðisfjarðarbæ eru komnir niður á mannvirki frá landnámsöld sem virðist hafa verið nýtt til fiskverkunar. Fornminjarnar fundust undir skriðu sem féll fyrir sexhundruð árum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rannsóknarsvæðið en þar féll mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar árið 1885 og tók 24 mannslíf og ellefu hús. Fyrirhugað er að reisa þar snjóflóðavarnargarða en fyrst þarf að kanna hvaða sögu jörðin geymir. Fornminjarnar eru í útjaðri núverandi byggðar á Seyðisfirði, skammt norðan kirkjunnar.Arnar Halldórsson Fornleifarannsóknin er sú mannfrekasta á Íslandi um þessar mundir. Við hana starfa tólf fornleifafræðingar og fornleifanemar enda þarf að vinna rösklega. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur segir hafa komið á óvart hvað hér voru margar og veglegar byggingar áður en flóðið féll, raunar heilt þorp. „Það hefur bara verið áhugavert að sjá það því það er lítið rannsakað frá nítjándu öldinni og átjándu öldinni,“ segir Ragnheiður. Í efsta laginu eru grunnar af húsum sem eyðilögðust í snjóflóðinu mannskæða árið 1885.Arnar Halldórsson Þegar dýpra er grafið finnast merki um yfir tvöhundruð metra breiða skriðu sem féll yfir svæðið í kringum árið 1400. „Við erum að grafa núna í burtu þessa skriðu og undir henni koma þá allar þessar elstu minjar.“ Þær elstu virðast ná aftur til tíundu aldar. „Við erum með gjósku úr landnámssyrpunni sem er frá 940. Við erum að sjá það í torfinu. Þannig að það er að minnsta kosti eftir 940. En það getur vel verið að við séum með eitthvað alveg frá bara 870, eða frá þessum sem við teljum vera landnámstíma,“ segir fornleifafræðingurinn. Veglegar steinhleðslur hafa komið í ljós.Arnar Halldórsson Þessar elstu minjar virðast þó ekki vera hefðbundin bæjarhús. „Ég held að þetta sé einhverskonar nytjastaður. Hugsanlega tengist þetta sjósókn. Við erum með fullt af beinalögum með fiskibeinum og slíkt. Og við höfum ennþá ekki fundið neina gripi. En fullt af veggjabrotum sem eru mjög gamlir. Og aðallega beinalög. Og jú: Tvær sleggjur sem eru frá miðöldum. Sleggjurnar geta bent líka til þess að menn hafi verið að vinna fisk.“ Fornleifafræðingarnir hafa skamman tíma því brátt á að hefjast handa við varnargarðana. „Við höfum allavega út september. Og miðað hvað búið er að vera gott veður þá hef ég fulla trú á góðu hausti og þá náum við að klára,“ segir Ragnheiður en 22 stiga hiti mældist á Seyðisfirði í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fornminjar Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Landnemarnir Tengdar fréttir Vísbendingar um landnámsbæ í Stöðvarfirði fyrir tíma Ingólfs Fornleifarannsókn gefur sterka vísbendingu um að landnámsbýli hafi risið í Stöðvarfirði fyrir hið viðurkennda landnámsártal en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. 3. september 2018 21:00 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá rannsóknarsvæðið en þar féll mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar árið 1885 og tók 24 mannslíf og ellefu hús. Fyrirhugað er að reisa þar snjóflóðavarnargarða en fyrst þarf að kanna hvaða sögu jörðin geymir. Fornminjarnar eru í útjaðri núverandi byggðar á Seyðisfirði, skammt norðan kirkjunnar.Arnar Halldórsson Fornleifarannsóknin er sú mannfrekasta á Íslandi um þessar mundir. Við hana starfa tólf fornleifafræðingar og fornleifanemar enda þarf að vinna rösklega. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur segir hafa komið á óvart hvað hér voru margar og veglegar byggingar áður en flóðið féll, raunar heilt þorp. „Það hefur bara verið áhugavert að sjá það því það er lítið rannsakað frá nítjándu öldinni og átjándu öldinni,“ segir Ragnheiður. Í efsta laginu eru grunnar af húsum sem eyðilögðust í snjóflóðinu mannskæða árið 1885.Arnar Halldórsson Þegar dýpra er grafið finnast merki um yfir tvöhundruð metra breiða skriðu sem féll yfir svæðið í kringum árið 1400. „Við erum að grafa núna í burtu þessa skriðu og undir henni koma þá allar þessar elstu minjar.“ Þær elstu virðast ná aftur til tíundu aldar. „Við erum með gjósku úr landnámssyrpunni sem er frá 940. Við erum að sjá það í torfinu. Þannig að það er að minnsta kosti eftir 940. En það getur vel verið að við séum með eitthvað alveg frá bara 870, eða frá þessum sem við teljum vera landnámstíma,“ segir fornleifafræðingurinn. Veglegar steinhleðslur hafa komið í ljós.Arnar Halldórsson Þessar elstu minjar virðast þó ekki vera hefðbundin bæjarhús. „Ég held að þetta sé einhverskonar nytjastaður. Hugsanlega tengist þetta sjósókn. Við erum með fullt af beinalögum með fiskibeinum og slíkt. Og við höfum ennþá ekki fundið neina gripi. En fullt af veggjabrotum sem eru mjög gamlir. Og aðallega beinalög. Og jú: Tvær sleggjur sem eru frá miðöldum. Sleggjurnar geta bent líka til þess að menn hafi verið að vinna fisk.“ Fornleifafræðingarnir hafa skamman tíma því brátt á að hefjast handa við varnargarðana. „Við höfum allavega út september. Og miðað hvað búið er að vera gott veður þá hef ég fulla trú á góðu hausti og þá náum við að klára,“ segir Ragnheiður en 22 stiga hiti mældist á Seyðisfirði í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fornminjar Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Landnemarnir Tengdar fréttir Vísbendingar um landnámsbæ í Stöðvarfirði fyrir tíma Ingólfs Fornleifarannsókn gefur sterka vísbendingu um að landnámsbýli hafi risið í Stöðvarfirði fyrir hið viðurkennda landnámsártal en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. 3. september 2018 21:00 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Vísbendingar um landnámsbæ í Stöðvarfirði fyrir tíma Ingólfs Fornleifarannsókn gefur sterka vísbendingu um að landnámsbýli hafi risið í Stöðvarfirði fyrir hið viðurkennda landnámsártal en ekki aðeins árstíðabundin veiðistöð, eins og í fyrstu var talið. 3. september 2018 21:00
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00