„Eins og ber að skilja er enginn sigurvegari í þessu máli“ Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 21:53 Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Vísir Sátt hefur náðst í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur gegn Ísafjarðarbæ en Sif hætti störfum sem bæjarfulltrúi fyrr á árinu vegna eineltismáls. Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur. Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Hún hafði þá setið í bæjarstjórn síðastliðin þrjú ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Rannsókn ráðgjafafyrirtækis leiddi í ljós að embættismaður hafi beitt Sif einelti og að sveitarfélagið brugðist henni með því að aðhafast ekki fyrr í málinu. Sif segir í samtali við Vísi að hún sé ánægð með að málinu sé loks lokið. „Þetta tók tíma, ég veit svo sem að stjórnsýslan tekur tíma en í svona málum þá má þetta ganga hratt og örugglega fyrir sig. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að þetta sé búið og hlakka til að fara að hugsa um eitthvað annað.“ Eineltið átti sér stað á meðan hún var framkvæmdastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BsVest). Sif sagði í júní að henni þætti stjórnsýsla bæjarins hafa brugðist sér í málinu og að hún hafi því ekki treyst sér til að starfa áfram sem bæjarfulltrúi. Á þeim tímapunkti hafði Ísafjarðarbær ekki beðist formlega afsökunar á eineltinu sem Sif varð fyrir eða hvernig málið hafði þróast. Vill ekki greina frá efni samkomulagsins Sif vill ekki staðfesta hvort formleg afsökunarbeiðni eða breytingar á meðferð slíkra mála hjá bænum hafi verið hluti af samkomulaginu þar sem hún hafi verið beðin um að halda trúnað um efni þess. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. „Eins og ber að skilja er engin sigurvegari í þessu máli og hafa síðustu mánuðir verið mér og fjölskyldu minni mjög erfiðir,“ segir Sif í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frá niðurstöðunni. „Ég óska þess að málið verði víti til varnaðar fyrir komandi ár ef eineltismál komi upp innan Ísafjarðarbæjar.“ Hún sé ánægð með að tekið hafi verið á málinu þó læra megi af mistökunum og margt sé hægt að gera betur.
Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38 Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
„Maður getur aldrei tryggt það að allir verði sáttir“ Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sér ekki hvað bærinn hefði getað gert öðruvísi í máli Sifjar Huldar Albertsdóttur, sem sagði af sér sem bæjarfulltrúi í gær. Hún hefur krafið bæjarfélagið um bætur vegna þess hvernig það tók á kvörtun hennar um einelti sem hún segist hafa orðið fyrir af hálfu starfsmanns Ísafjarðarbæjar. 15. júní 2021 20:38
Hættir sem bæjarfulltrúi og krefst bóta vegna eineltis Sif Huld Albertsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur sagt af sér störfum vegna eineltis embættismanns bæjarins gegn henni. Hún hefur þá gert bótakröfu á hendur bæjarins vegna málsins. 14. júní 2021 16:53