Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:31 Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Sjá meira
Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun