Staðan í barnavernd enn þung á öðru ári Covid Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 11:31 Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2015 hefur verið stöðug aukning í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Fjölgun tilkynninga tók svo stökk á árinu 2020 þegar tilkynningar fóru í fyrsta skipti yfir 5000. Árið 2020 voru tilkynningarnar 5316 talsins, sem er 14% fjölgun frá því árið 2019, þegar þær voru 4677. Erfiðar efnahagslegar aðstæður, samkomutakmarkanir og tilheyrandi félagslegur vandi skýra væntanlega að langmestu leyti þá miklu fjölgun í tilkynningum sem varð á árinu 2020. Aukin umræða og vitundarvakning kann þar líka að spila inn í. Þó um hafi hægst og landinn hafi að einhverju leyti lært að lifa með hverri Covid-bylgjunni á fætur annarri þá sjást því miður ekki enn merki þess að aðstæður barna séu að batna, sé horft til fjölda tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur. Á fyrstu sex mánuðum ársins 2021 fækkaði tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur um 3% en á sama tíma fjölgaði í hópi þeirra barna sem tilkynnt var um, um 4%. Það er því ekki hægt að segja að það mikla stökk sem varð í fjölgun tilkynninga á árinu 2020 hafi að neinu leyti gengið til baka. Þegar rætt er um fjölda tilkynninga er átt við allar tilkynningar sem berast Barnavernd, þannig geta borist ein eða fleiri tilkynningar í máli hvers barns. Fjöldi barna sem tilkynnt er um sýnir aftur á móti þann fjölda barna sem tilkynningar varða, óháð því hvort ein eða fleiri tilkynning berst um barn. Tilkynningar um vanrækslu standa í stað á fyrstu sex mánuðum ársins og eru nokkurn veginn jafn margar og í fyrra eftir að hafa fjölgað um 15% milli áranna 2018 og 2019 og svo 16,5% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum sem lúta að foreldrum í áfengis- og vímuefnaneyslu fækkar þó nokkuð, eða um 12% á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er skref í rétt átt eftir mikla fjölgun árin á undan, en þeim fjölgaði um 28% á árinu 2019 og 17% á árinu 2020. Fjölgunin sem varð í þessum flokki tilkynninga á árinu 2019 skýrist auðvitað engan vegin af Covid, sem gerði þó vont ástand enn verra. Miklar sveiflur eru milli ára í flokki tilkynninga um ofbeldi. Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi fjölgaði um 60% fyrstu sex mánuði ársins, úr 66 tilkynningum í 106. Þar af eru 12 tilkynningar um stafrænt kynferðislegt ofbeldi en tölur um það liggja ekki fyrir vegna ársins 2020. Þá fjölgaði tilkynningum um líkamlegt ofbeldi um 44% á fyrri hluta ársins 2021 en tilkynningum í þessum flokki fjölgaði um 49% milli áranna 2019 og 2020. Tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi fækkaði um 34% eftir að hafa fjölgað um 39% á fyrri hluta ársins 2019. Þar undir falla tilkynningar um heimilisofbeldi, en tilkynningar um heimilisofbeldi tóku stökk á fyrri hluta ársins 2020 eins og þekkt er orðið. Þeim fjölgaði um 26% á fyrri hluta árs 2020 en hefur svo fækkað aftur um 27% á fyrri hluta þessa árs. Þá er rétt að halda því til haga að á árinu 2019 fjölgaði tilkynningum um heimilisofbeldi um 28% frá því sem var árið 2018. Eins og áður er nefnt skýrist sú fjölgun engan veginn af Covid. Það er erfitt að draga miklar og víðtækar ályktanir af þessum tölum. Til þess þarf formleg rannsóknarvinna að liggja að baki. Fjöldi tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur gefa þó einhverja mynd af stöðunni sem verið er að fást við í málefnum barna á hverjum tíma. Það er sannarlega von okkar að eftir því sem líf landsmanna færist í eðlilegra horf gangi tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur að einhverju leyti til baka. Því miður er sá tími ekki enn kominn. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun