Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 29. ágúst 2021 06:45 Frá flugvellinum í Vestmannaeyjum. Vilhelm Gunnarsson Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“ Vestmannaeyjavefurinn Tígull hefur eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að hún hafi fengið póst um málið í vikunni. Henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri lausn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verði tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hafi hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins. Tíðni og öryggi ferjusiglinga til Eyja um Landeyjahöfn hafa aukist með nýjum Herjólfi.Vilhelm Gunnarsson Í samtali við Vefmiðilinn Eyjar.net segir Ásdís Ýr að flugið hafi gengið ágætlega í sumar en væntingar hafi þó verið um meiri eftirspurn. Ferðaþjónusta hafi tekið seinna við sér en þau hafi vonað vegna áhrifa covid-faraldursins. Þá hafi veðurblíða fyrir norðan og austan orðið til þess að straumur innlendra farþega hafi að miklu leyti legið þangað. Þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta sumar sjái félagið almennt til lengri tíma litið tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni. Flugfélagið Ernir sinnti áður Vestmannaeyjaflugi en hætti því fyrir ári. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, sagði þá í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að róðurinn í innanlandsflugi væri þungur og að erfitt væri að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta. Vísaði hann þar til siglinga Herjólfs. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því stjórnvöld hófu að niðurgreiða flugfargjöld innanlands til íbúa landsbyggðarinnar, þar með Vestmannaeyja, með verkefninu Loftbrú. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag var Jóna Árný Þórðardóttir, helsti hvatamaður skosku leiðarinnar, spurð hvernig til hefði tekist: Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30 Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Vefsíðan Flugblogg greindi fyrst frá málinu og vitnar í Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Við ákváðum að ljúka sumaráætlun okkar fyrr en upphaflega var áætlað, það er í lok ágúst, vegna þess að það stefndi í takmarkaða eftirspurn í september,“ segir Ásdís Ýr í svari við fyrirspurn Flugblogg: „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun varðandi þessa leið fyrir næsta sumar.“ Vestmannaeyjavefurinn Tígull hefur eftir Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að hún hafi fengið póst um málið í vikunni. Henni þykir miður að hafa ekki september til að vinna að nýrri lausn um flugsamgöngur fyrir veturinn. Málið verði tekið upp á næsta bæjarráðsfundi og einnig hafi hún óskað eftir fundi með ráðherra og vegamálastjóra vegna málsins. Tíðni og öryggi ferjusiglinga til Eyja um Landeyjahöfn hafa aukist með nýjum Herjólfi.Vilhelm Gunnarsson Í samtali við Vefmiðilinn Eyjar.net segir Ásdís Ýr að flugið hafi gengið ágætlega í sumar en væntingar hafi þó verið um meiri eftirspurn. Ferðaþjónusta hafi tekið seinna við sér en þau hafi vonað vegna áhrifa covid-faraldursins. Þá hafi veðurblíða fyrir norðan og austan orðið til þess að straumur innlendra farþega hafi að miklu leyti legið þangað. Þótt ekki hafi verið tekin ákvörðun um næsta sumar sjái félagið almennt til lengri tíma litið tækifæri í Vestmannaeyjum sem áfangastað bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn sem myndi skila sér í aukinni tíðni. Flugfélagið Ernir sinnti áður Vestmannaeyjaflugi en hætti því fyrir ári. Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis, sagði þá í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að róðurinn í innanlandsflugi væri þungur og að erfitt væri að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta. Vísaði hann þar til siglinga Herjólfs. Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því stjórnvöld hófu að niðurgreiða flugfargjöld innanlands til íbúa landsbyggðarinnar, þar með Vestmannaeyja, með verkefninu Loftbrú. Í frétt Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag var Jóna Árný Þórðardóttir, helsti hvatamaður skosku leiðarinnar, spurð hvernig til hefði tekist:
Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23 Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30 Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Air Iceland hyggst hefja flug til Vestmannaeyja næsta vor Stjórnendur Air Iceland Connect hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Vestmannaeyja næsta vor. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Vestmannaeyja frá fundi ráðsins, sem lauk um kvöldmatarleytið. 7. október 2020 21:23
Samið við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja Stjórnvöld hyggjast semja við Icelandair um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja til 1. maí á næsta ári. Farnar verði að tvær ferðir í viku, fram og til baka, og er stefnt að því að flugið hefjist í næstu viku. 16. desember 2020 14:30
Öllum starfsmönnum Isavia í Vestmannaeyjum sagt upp Um er að ræða þrjá starfsmenn. 28. september 2020 18:07
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42
Allt að 40% afsláttur af flugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar Íbúar á landsbyggðinni sem eru með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til Reykjavíkur. 9. september 2020 14:04