Fyrstu verkin að tengja krónuna við evru og lögfesta samning um réttindi fatlaðs fólks Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:25 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir kerfisbreytingum. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að fái flokkurinn umboð verði það fyrsta verkefni hans að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01