Fyrstu verkin að tengja krónuna við evru og lögfesta samning um réttindi fatlaðs fólks Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:25 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir kerfisbreytingum. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að fái flokkurinn umboð verði það fyrsta verkefni hans að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01