Fyrstu verkin að tengja krónuna við evru og lögfesta samning um réttindi fatlaðs fólks Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:25 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kallar eftir kerfisbreytingum. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að fái flokkurinn umboð verði það fyrsta verkefni hans að semja um gagnkvæmar gengisvarnir og tengja krónuna við evru. Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“ Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Landsþing Viðreisnar fór fram með rafrænum hætti í dag þar sem línurnar voru lagðar í aðdraganda kosninga. „Við eigum ekki að sætta okkur við meiri verðbólgu, miklu hærri vexti á húsnæðislánum eða dýrari matarkörfu en þekkist í nágrannalöndum,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni á þinginu þar sem hún fór yfir stefnumál flokksins og stöðu stjórnmálanna. Mikilvægt væri að leita leiða til að koma á gengisstöðuleika sem fyrst. Þörf á kerfisbreytingum Formaðurinn sagði að komandi kosningar snúist að miklu leyti um það hvort við taki ríkisstjórn sem þori að fara í mikilvægar kerfisbreytingar sem tryggi eignarhald þjóðarinnar á sjávarauðlindinni. „Með tímabundnum samningum og fyrirsjáanleika fyrir útgerðina. Og sanngjarnari skiptingu af tekjum sjávarauðlindarinnar. Það gerum við best með því að treysta markaðnum til að ákveða verðmæti auðlindarinnar.“ Þá leggur Viðreisn til að sjávarútvegsstefnan verði samofin byggðastefnu með því að hluti ágóða ríkisins fari aftur á þau svæði þar sem verðmætin voru sköpuð. Sjávarútvegsráðherra gaf á dögunum út skýrslu um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi, að ósk tuttugu þingmanna. Hafa fulltrúar Viðreisnar gagnrýnt að þar sé ekki svarað þeim spurningum sem var ætlað. Þorgerður Katrín sagði málið vera skandal og að hún vildi að skýrslan verði unnin upp á nýtt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafnaði málflutningnum í yfirlýsingu sinni í dag. Ísland þurfi að taka sig á í loftslagsmálum Þorgerður sagði að flokkurinn myndi berjast fyrir því að Ísland hverfi frá þeirri „dapurlegu meðalmennsku“ sem fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt í loftslagsmálum. Flétta þurfi umhverfismálum inn í alla málaflokka. „Komist Viðreisn í ríkisstjórn mun flokkurinn leggja áherslu á að ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum innihaldi tímasett markmið fyrir hvert ár svo hægt verði að sjá til þess að staðið sé við stóru orðin. Við eigum að veðja á hugvitið og hugsa stórt. Hér er gríðarlegt tækifæri fyrir Ísland. Eins og í orkuskiptum í sjávarútvegi.“ Eitt af allra fyrstu verkum Viðreisnar í ríkisstjórn verði þó að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þá hyggist flokkurinn fara í alvöru breytingar á atvinnu- og menntamálum fatlaðra og minnka tekjuskerðingar. Grátleg staða í heilbrigðismálum Þorgerður Katrín lagði mikla áherslu á að horfið verði frá núverandi stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum og einkaaðilum hleypt frekar að borðinu. „Það hefur verið grátlegt að fylgjast með því hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hamast við að þrengja að öllu einkaframtaki í heilbrigðiskerfinu okkar. Það hefur leitt af sér stórkostlegt klúður og langa biðlista. Og höfum það á hreinu að það er fátt dýrara fyrir samfélagið okkar en fólk á biðlistum eftir mikilvægum heilsufarslegum úrræðum. Viðreisn trúir því að markviss samvinna hins ríkisrekna og einkarekna sé skynsamasta leiðin fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda. Eitt á ekki að útiloka annað, enda ekki þannig á Norðurlöndunum.“
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Bein útsending: Landsþing Viðreisnar Landsþing Viðreisnar fer fram í dag og hægt verður að fylgjast með beinu streymi af þinginu hér á Vísi. 28. ágúst 2021 15:01