Þá tökum við stöðuna í pólitíkinni, en þrír flokkar á þingi kynntu stefnumál sín fyrir komandi kosningar í dag.
Einnig fjöllum við um stöðuna í Afganistan, þar sem loftbrúin er við það að lokast, og útlit fyrir að íslensk stjórnvöld geti ekki staðið við skuldbindingar sínar um að taka á móti allt að 120 manns frá landinu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30 og alltaf fréttir á Vísi. Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.