Ráðuneyti telur sig hafa svarað spurningum um umsvif útgerða Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 14:24 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, var beðinn um að láta gera skýrslu um umsvif stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Vísir/Vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað. Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Tuttugu þingmenn óskuðu eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, léti vinna skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi í desember. Skýrslan var birt á miðvikudag eftir töluverðar tafir. Hann Katrín Friðriksdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar á Alþingi, hélt því fram að skýrslan hefði ekki svarað að neinu leyti því sem hún átti að svara. Í umfjöllun Kjarnans kom fram að ekki væri í henni að finna upplýsingar um hlutafjáreign útgerðarfélaganna, eignarhaldsfélaga þeirra, dótturfélaga og dótturfélaga tengdra eignarhaldsfélaga. Þannig hafi skýrslan ekki svarað spurningum um raunverulegt eignarhald fyrirtækjanna í ótengdum rekstri í íslensku atvinnulífi eins og þingmennirnir sem að beiðninni stóðu óskuðu eftir. Þessu hafnar ráðuneytið í yfirlýsingu sem það sendi frá sér í dag. Í skýrslubeiðninni hafi ekki verið óskað eftir upplýsingum krosseignatengsl heldur aðeins um umsvif útgerðarfélaganna sjálfra, ekki eigenda þeirra. Þá hafi skýrslubeiðnin verið skýr um að óskað væri eftir upplýsingum um bókfært virði eigna en borið hafi á gagnrýni á það eftir að skýrslan birtist. Áreikningaskrá, sem vann skýrsluna, taldi jafnframt að sér hefði verið óheimilt að gefa yfirlit yfir raunverulega eigendur félaga. Lög um skráningu raunverulegra eigenda hafi öðlast gildist um mitt ár 2019 og aðeins hafi verið byrjað að safna slíkum upplýsingum um haustið það ár. „Af framangreindu er ljóst að í skýrslunni eru birtar allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira