Umfjöllun: HK – Keflavík 1-0 | HK-ingar skutu sér úr fallsæti Sverrir Mar Smárason skrifar 29. ágúst 2021 21:22 HK þarf nauðsynlega á sigri að halda í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík fóru í heimsókn inn í Kórinn og léku þar við HK í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið í hættu á að falla úr deildinni og því mikið undir hjá báðum liðum. Spennustigið var hátt frá upphafi, mörg mistök og mikill hraði í leiknum. Liðin skiptust á að sækja hratt en komust sjaldan í góðar stöður til þess að skora fyrsta mark leiksins. Það marktækasta sem gerðist í fyrri hálfleik var á 22.mínútu leiksins. Þá lentu saman Marley Blair og Ásgeir Börkur þegar Keflavík sóttu. Í lok þeirra viðskipta sló Marley Blair frá sér og í andlit Ásgeirs. Ívar Orri, dómari leiksins, lyfti rauða spjaldinu og Keflavík því einum manni færri. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks settu HK mikinn þunga á varnarlínu Keflavíkur sem er líkt og áður nánast án náttúrulegra varnarmanna. HK liðinu tókst hins vegar ekki að skora fyrsta markið í fyrri hálfleik gegn þéttum varnarlínum Keflavíkur og hálfleikstölur því 0-0. HK héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks. Sóttu mikið og sóknarþunginn mikill á meðan Keflvíkingum gekk erfiðlega að losa um pressuna af einhverju ráði. HK fengu nokkur dauðafæri fljótlega eftir að síðari hálfleikur hófst. Arnþór Ari fékk það fyrsta á 47.mínútu. Birkir Valur, hægri bakvörður HK, átti þá frábæra fyrirgjöf á Arnþór sem var óvaldaður í teignum en náði ekki að stýra skallanum á markið. Tíu mínútum síðar var komið að Birni Snæ. Ásgeir Marteinsson dansaði þá framhjá varnarmönnum Keflavíkur áður en hann sendi boltann meðfram jörðu inn í markteig en Birnir náði ekki að halda skotinu niðri. Birnir fékk svo svipað færi stuttu seinna, aftur eftir undirbúning Ásgeirs. Þá rétt missti Birnir Snær af boltanum. Það var síðan varamaðurinn Valgeir Valgeirsson sem fékk dauðafæri á 70.mínútu. Arnþór Ari og Stefan Ljubicic spiluðu sín á milli og komu Valgeiri einum gegn Sindra í markinu. Sindri steig hratt út af línunni og lokaði markinu fyrir Valgeiri. Þungu fargi var svo af HK-ingum létt á 74.mínútu þegar loksins kom fyrsta og eina mark leiksins. Valgeir Valgeirsson vann þá boltann á miðjum vellinum og tók á rás í átt að marki Keflavíkur. Hann sendi boltann á Jón Arnar Barðdal, sem einnig kom inn sem varamaður, sem renndi sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur, beint í hlaupið hjá Stefani Alexander Ljubicic sem skoraði framhjá Sindra Kristni markmanni. HK komnir í 1-0 og Kórinn trylltist. Það sem eftir lifði leiks reyndi Keflavíkurliðið að jafna metin og voru þeir nokkrum sinnum nálægt því en að lokum var það mark Stefans Ljubicic sem skar úr um úrslit leiksins og HK stigu upp í fallsæti í fyrsta skipti í langan tíma. Af hverju vann HK? Þeir urðu manni fleiri á 22.mínútu og efldust við það. Þeir settu mikinn sóknarþunga á vörn Keflavíkur og það var í raun tímaspursmál hvenær HK myndu skora. Þeir gerðu það og uppskáru verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Langan hluta leiksins fannst mér Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, og Ástbjörn Þórðarson, sem spilaði í hjarta varnarinnar í kvöld, vera bestir. Sindri var öryggið uppmálað í markinu og Ástbjörn var virkilega öflugur í hjartanu auk þess að hann ógnaði mikið upp völlinn með góðum sprettum. Ásgeir Marteinsson fékk tækifæri í byrjunarliði HK í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hann skapaði færi og ógnaði með sinni tækni og spyrnugetu. Sömuleiðis Ásgeir Börkur sem var mættur í þennan leik til þess að vinna hann og það sást langar leiðir. Hann fiskaði Marley Blair útaf og stoppaði fjölmargar sóknir Keflavíkur. Varamenn HK, Valgeir Valgeirsson og Jón Arnar Barðdal, ollu miklum usla eftir að þeir komu inná og bjuggu svo til færið sem Stefán skoraði eina mark leiksins úr. Hvað hefði mátt fara betur? Keflvíkingar lentu í vandræðum eftir að Marley Blair fékk rautt spjald. Þeir féllu ansi lágt niður á völlinn og gáfu HK pláss til að spila boltanum ofarlega á vellinum. Af sama skapi gekk HK alltof illa að skora þrátt fyrir mörg góð færi. Hvað gerist næst? Liðin fá smá frí núna vegna landsleikja. Þrátt fyrir sigur HK í kvöld eru þeir hvergi nærri öruggir með sæti sitt í deildinni. Þeir mæta næst Víkingi R. í Víkinni laugardaginn 11. September. Þann sama dag fá Keflvíkingar KR í heimsókn í Keflavík. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Keflavík ÍF Tengdar fréttir Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. 29. ágúst 2021 22:19
Keflavík fóru í heimsókn inn í Kórinn og léku þar við HK í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið í hættu á að falla úr deildinni og því mikið undir hjá báðum liðum. Spennustigið var hátt frá upphafi, mörg mistök og mikill hraði í leiknum. Liðin skiptust á að sækja hratt en komust sjaldan í góðar stöður til þess að skora fyrsta mark leiksins. Það marktækasta sem gerðist í fyrri hálfleik var á 22.mínútu leiksins. Þá lentu saman Marley Blair og Ásgeir Börkur þegar Keflavík sóttu. Í lok þeirra viðskipta sló Marley Blair frá sér og í andlit Ásgeirs. Ívar Orri, dómari leiksins, lyfti rauða spjaldinu og Keflavík því einum manni færri. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks settu HK mikinn þunga á varnarlínu Keflavíkur sem er líkt og áður nánast án náttúrulegra varnarmanna. HK liðinu tókst hins vegar ekki að skora fyrsta markið í fyrri hálfleik gegn þéttum varnarlínum Keflavíkur og hálfleikstölur því 0-0. HK héldu áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks. Sóttu mikið og sóknarþunginn mikill á meðan Keflvíkingum gekk erfiðlega að losa um pressuna af einhverju ráði. HK fengu nokkur dauðafæri fljótlega eftir að síðari hálfleikur hófst. Arnþór Ari fékk það fyrsta á 47.mínútu. Birkir Valur, hægri bakvörður HK, átti þá frábæra fyrirgjöf á Arnþór sem var óvaldaður í teignum en náði ekki að stýra skallanum á markið. Tíu mínútum síðar var komið að Birni Snæ. Ásgeir Marteinsson dansaði þá framhjá varnarmönnum Keflavíkur áður en hann sendi boltann meðfram jörðu inn í markteig en Birnir náði ekki að halda skotinu niðri. Birnir fékk svo svipað færi stuttu seinna, aftur eftir undirbúning Ásgeirs. Þá rétt missti Birnir Snær af boltanum. Það var síðan varamaðurinn Valgeir Valgeirsson sem fékk dauðafæri á 70.mínútu. Arnþór Ari og Stefan Ljubicic spiluðu sín á milli og komu Valgeiri einum gegn Sindra í markinu. Sindri steig hratt út af línunni og lokaði markinu fyrir Valgeiri. Þungu fargi var svo af HK-ingum létt á 74.mínútu þegar loksins kom fyrsta og eina mark leiksins. Valgeir Valgeirsson vann þá boltann á miðjum vellinum og tók á rás í átt að marki Keflavíkur. Hann sendi boltann á Jón Arnar Barðdal, sem einnig kom inn sem varamaður, sem renndi sendingu inn fyrir vörn Keflavíkur, beint í hlaupið hjá Stefani Alexander Ljubicic sem skoraði framhjá Sindra Kristni markmanni. HK komnir í 1-0 og Kórinn trylltist. Það sem eftir lifði leiks reyndi Keflavíkurliðið að jafna metin og voru þeir nokkrum sinnum nálægt því en að lokum var það mark Stefans Ljubicic sem skar úr um úrslit leiksins og HK stigu upp í fallsæti í fyrsta skipti í langan tíma. Af hverju vann HK? Þeir urðu manni fleiri á 22.mínútu og efldust við það. Þeir settu mikinn sóknarþunga á vörn Keflavíkur og það var í raun tímaspursmál hvenær HK myndu skora. Þeir gerðu það og uppskáru verðskuldaðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Langan hluta leiksins fannst mér Sindri Kristinn, markvörður Keflavíkur, og Ástbjörn Þórðarson, sem spilaði í hjarta varnarinnar í kvöld, vera bestir. Sindri var öryggið uppmálað í markinu og Ástbjörn var virkilega öflugur í hjartanu auk þess að hann ógnaði mikið upp völlinn með góðum sprettum. Ásgeir Marteinsson fékk tækifæri í byrjunarliði HK í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hann skapaði færi og ógnaði með sinni tækni og spyrnugetu. Sömuleiðis Ásgeir Börkur sem var mættur í þennan leik til þess að vinna hann og það sást langar leiðir. Hann fiskaði Marley Blair útaf og stoppaði fjölmargar sóknir Keflavíkur. Varamenn HK, Valgeir Valgeirsson og Jón Arnar Barðdal, ollu miklum usla eftir að þeir komu inná og bjuggu svo til færið sem Stefán skoraði eina mark leiksins úr. Hvað hefði mátt fara betur? Keflvíkingar lentu í vandræðum eftir að Marley Blair fékk rautt spjald. Þeir féllu ansi lágt niður á völlinn og gáfu HK pláss til að spila boltanum ofarlega á vellinum. Af sama skapi gekk HK alltof illa að skora þrátt fyrir mörg góð færi. Hvað gerist næst? Liðin fá smá frí núna vegna landsleikja. Þrátt fyrir sigur HK í kvöld eru þeir hvergi nærri öruggir með sæti sitt í deildinni. Þeir mæta næst Víkingi R. í Víkinni laugardaginn 11. September. Þann sama dag fá Keflvíkingar KR í heimsókn í Keflavík.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla HK Keflavík ÍF Tengdar fréttir Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. 29. ágúst 2021 22:19
Brynjar Björn: Það skiptir bara máli hvar þú ert í lok september Brynjari Birni, þjálfara HK, var mjög létt þegar lokaflautið gall og 1-0 sigur gegn Keflavík var orðin staðreynd. 29. ágúst 2021 22:19
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti