Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu Snorri Másson skrifar 27. ágúst 2021 10:04 Dorrit og Samson lentu í ógöngum í Mosfellssveit í gær. Mynd úr safni, þegar Samson var yngri og ögn grennri. Ljósmynd/Twitter Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær. Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið. Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hundurinn er þó ekki sökudólgurinn í málinu, heldur öllu heldur hetja dagsins: Hrossahópur var nefnilega í aðsigi og í þann mund að hlaupa Dorrit niður, þegar Samson kom henni til bjargar. Hestarnir eru þó ekki þar með skúrkarnir í málinu, heldur segir Dorrit að það sé að vissu leyti henni að kenna að vera að væflast inni á túni hjá þeim. „Ég var bara að labba og ég sé hóp hesta hlaupa í áttina að mér. Það næsta sem ég man er að ég er liggjandi, en ég held að Samson hafi komið úr annarri átt til að koma mér til bjargar. Hann hefur gert það áður í London þegar bíll var að koma í áttina að mér, þetta er í rauninni mjög sérstakt. En ég fór á sjúkrahúsið og fékk dásamlega þjónustu og þarf núna að vera heima í viku eða tvær, sem er bara fínt,“ segir Dorrit í samtali við Vísi. Dorrit er meidd á liðböndum í hnénu en röntgenrannsókn leiddi í ljós að bein hefði ekki brotnað. Henni var töluvert brugðið þegar atvikið varð en segir þó að þetta sé minni háttar mál núna. „Það sem er sérstakt við þetta er að Samson birtist bara allt í einu. Hann var lengst í burtu og hvergi nærri. Ég fór sjálf allt of nálægt hestunum,“ segir Dorrit, sem segir að það hafi gerst áður að hestar hafi gert sig líklega til að hlaupa hana niður. Af hinum tæplega tveggja ára gamla klónaða hundi Samson er það að segja að hann er 38 kíló að þyngd, sem Dorrit segir að sé ofþyngd. „Hann á að vera 36 kíló, en allir gefa honum nammi,“ segir Dorrit. Vert er í þessu samhengi að rifja upp fyrstu myndina sem birtist af Dorrit Moussaief og Ólafi Ragnari Grímssyni fyrrverandi forseta Íslands, en hún var einmitt tekin þegar Dorrit hlúði að Ólafi Ragnari eftir að hann datt af hestbaki. Árið 1999 fékk þjóðin að kynnast væntanlegri forsetafrú, Dorrit Moussaieff, nánar tiltekið í september þegar Ólafur Ragnar féll af hestbaki og slasaðist á öxl í útreiðartúr í Landsveit á Suðurlandi. Hann hefur síðan aftur axlabrotnað, nefnilega nákvæmlega tíu árum eftir fyrsta brotið.
Hundar Ólafur Ragnar Grímsson Mosfellsbær Dýr Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira