Hin 34 ára gamla Labbé er einkar reynslumikil. Hún hefur spilað sem atvinnumaður í Bandaríkjunum og Svíþjóð frá árinu 2006 ásamt því að leika 84 leiki fyrir kanadíska landsliðið.
Hún stóð milli stanganna er Kanada varð Ólympíumeistari eftir vítaspyrnukeppni gegn Svíþjóð fyrr í sumar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá leikinn á vítapunktinum. Labbé varði tvær spyrnur og sá til þess að Kanada vann gullið.
Le Paris Saint-Germain est heureux d annoncer la signature de Stephanie Labbé jusqu au 30 juin 2022, avec une année supplémentaire en option.
— PSG Féminines (@PSG_Feminines) August 27, 2021
@stephlabbe1 !
París Saint-Germain mætir Montpellier á útivelli á morgun í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.