Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 20:49 Gunnar Magnús jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. ,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira
,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sjá meira