Reynir er með gráðu í mannfræði og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann gegndi stöðu forstjóra Creditinfo til ársins 2017 en það ár var ráðist í mikilvæga uppstokkun á rekstrinum.
Sjá: Ég var ekki lengur rétti forstjórinn
Reynir hefur setið í stjórn SaltPay frá því í apríl í fyrra en tekur nú við stöðu forstjóra fyrirtækisins af þeim Eduardo Pontes og Marcos Nunes sem hafa undanfarið deilt stöðunni.
„Reynir hefur yfirgripsmikla þekkingu á rekstri, greiðslumiðlun og þróun tæknilausna sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að eiga viðskipti,“ segir í tilkynningu frá SaltPay.
Fyrirtækið sem áður hét Borgun, flutti skrifstofur sínar í dag og er fyrirtækið nú til húsa í Katrínartúni 4.
Tilgangur flutninganna er að skapa skapa öflugra umhverfi og hefja nýjan kafla í sögu fyrirtækisins. Þá er markmið fyrirtækisins að ráða inn tuttugu nýja starfsmenn.