„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. „Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
„Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira