„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. „Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Fleiri fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Sjá meira
„Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Afturkallar öryggisheimildir Biden Erlent Formlegar viðræður hafnar Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Innlent Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Innlent Fleiri fréttir Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Sjá meira