„Við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum finnur ekki fyrir dvínandi trausti almennings í garð stofnunarinnar til að takast á við kórónuveirufaraldurinn. Nýlegar mælingar benda til þess að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda sé minna en áður. Víðir telur að ágreiningur um aðgerðir geti spilað þar inn í. „Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“ Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Það sem okkur fannst áhugavert í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið, hvað traustið hefur verið mikið,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisútvarpið greindi frá því í fyrradag að traust til almannavarna og heilbrigðisyfirvalda hefði aldrei mælst minna, frá upphafi faraldursins. Þar sögðust 28 prósent aðspurðra treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn, 37 prósent mjög vel og 22 prósent frekar vel. „Traustið er mjög mikið enn þá en auðvitað hefur það sveiflast. Við höfum séð það allan tímann og það hefur verið í takt við umræðuna. Þegar menn eru samtaka og sammála um hvað við erum að gera mælist traustið hátt, þegar menn eru ósammála og ekki alveg vissir hvaða leið á að fara, þá minnkar það. Ég held að það sé bara eðlilegt. Eins og við höfum sagt allan tímann, þessi umræða er bara holl og góð og þetta er bara gott fyrir okkur, að sjá hvernig þetta fer, og brýnir okkur til að halda áfram góðri upplýsingamiðlun og fá fólk til að skilja hvað við erum að gera.“ „Það eru allir rosalega þreyttir“ Víðir segir almannavarnir þó ekki finna það í störfum sínum að traustið fari dvínandi. Allt samstarf við almenning sé gott. Verklag sé þó alltaf til skoðunar og farið hafi verið yfir niðurstöður könnunarinnar til þess að athuga hvort eitthvað mætti gera betur. Almannavarnir eru víðar en í umræðu um faraldurinn. Iðulega eru gefnar út hættuviðvaranir vegna gróðurelda, eldsumbrota og ýmissa annarra hluta. Víðir segir það alveg möguleika að fólk sé hreinlega farið að verða leitt á stofnuninni. „Það gæti alveg verið hluti af þessu. Það eru allir rosalega þreyttir og þetta er búið að vera erfitt ár fyrir alla. Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið, þannig að við tengjumst örugglega ekki jákvæðum minningum hjá mjög mörgum. Það getur alveg verið hluti af þessu,“ segir Víðir. Hann segir mikilvægt að almannavarnir haldi áfram að vinna að þessum málum. „Vera með alla hluti uppi á borðum, segja þá eins og þá eru, svo fólk trúi því sem við erum að segja. Við felum ekkert og segjum allt. Það er eina leiðin til þess að skapa sér traust. Það verður bara að koma í ljós hvort það þurfi eitthvað nýtt, en ég held að leiðin liggi bara áfram þó við getum örugglega skerpt okkur eitthvað.“
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira