Blaut bartuska frá Bjarna, Áslaugu og Sigurði Inga Snorri Másson skrifar 26. ágúst 2021 14:11 Jón Mýrdal, veitingamaður á Skuggabaldri. Stöð 2 Næstu þrjár vikur þurfa skemmtistaðir og barir á Íslandi áfram að loka dyrunum klukkan ellefu og tæma staðinn fyrir miðnætti. Reglugerðin er sem sé óbreytt, sem eru meiri háttar vonbrigði fyrir veitingamenn, og vafalaust margan dyggan viðskiptavininn líka. Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk. Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jón Mýrdal, sem rekur meðal annars Skuggabaldur og Húrra, lýsir miklum vonbrigðum með ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Hann hafði væntingar um breyttan afgreiðslutíma eftir samskipti við ráðherra ríkisstjórnarinnar. „Við áttum fund með Áslaugu, Bjarna og samgönguráðherra og þetta hérna er bara algerlega langt frá því sem var rætt þar. Við vorum ekki að krefjast mikils en þetta er bara alveg óbreytt,“ segir Jón í samtali við Vísi. Jón vísar þar til fundar sem haldinn var í síðustu viku, þar sem fulltrúar nýstofnaðra hagsmunasamtaka næturhagkerfisins ræddu við ráðamenn um lausnir við þeim þungu búsifjum sem skemmtanalífið hefur orðið að þola vegna samkomutakmarkana. Vissulega hefur skemmtistöðum og börum nú verið heimilað að vera með allt að 200 manns innandyra, en vegna eins metra reglunnar segir Jón að sú heimild breyti litlu. „Við þurfum bara lengri tíma. Við lögðum til að færa þetta til eitt bara til að biðja um það minnsta. Það eitt hefði bjargað mjög miklu. En þetta? Þetta er bara algerlega blaut tuska miðað við fundinn með ráðherrum. Ég heyri það á veitingamönnum sem ég hef rætt við,“ segir Jón. „Við gerðum ráð fyrir því að þetta yrði allavega fært til eitt, en í staðinn er bara ekkert verið að gera fyrir okkur. Þetta er eiginlega bara hrikalegt,“ bætir Jón við. Að mati Jóns hefði mátt útfæra lausnir fyrir bari og skemmtistaði sem fælu í sér notkun hraðprófa, en því er ekki að heilsa. Þess í stað gildir sú lausn aðeins fyrir sitjandi viðburði þar sem ekki eru fjarlægðarmörk.
Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Tengdar fréttir Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45 Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Veitingamenn segja framtíðarsýn Þórólfs „blauta tusku“ í andlitið Framtíðarýn sóttvarnalæknis er „blaut tuska“ framan í stóran hluta veitingamarkaðarins, sem hefur verið meira og minna óstarfhæfur frá því að kórónuveirufaraldurinn barst hingað til lands. 20. ágúst 2021 12:45
Dauðadómur yfir djamminu ef sýn Þórólfs verður að veruleika Framtíðarsýn sóttvarnalæknis næstu misseri: Opið til ellefu í bænum. Það er dauðadómur fyrir ákveðna rekstraraðila, segir bareigandi. 18. ágúst 2021 15:27